Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
kalla hann ,,niggara“? Kannski eru
verstu hleypidómarnir einmitt hin-
ir ómeðvituðu hleypidómar, vegna
þess að þá gerir maður sér jafnvel
ekki grein fyrir því, að maður búi
yfir nokkru, sem uppræta þurfi.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir
því, að við höldum, að það séu ein-
mitt Suðurríkin, sem benda nú á
leiðina út úr feni kynþáttamisrétt-
isins, Andrew Young áleit það vera
mikilvægt, að í Suðurríkjunum hafa
svartir og hvítir „alizt upp hlið við
hlið og minnast þess, að þeir léku
sér saman sem börn. Lögin hafa að-
skilið kynþættina í Suðurríkjunum,
en þeir hafa ekki fjarlægzt hvorn
annan að ráði, þannig að um varan-
legt djúp sé að ræða.“
Við spurðum eitt sinn Isaiah
Bennett, verkalýðsleiðtoga í Char-
leston í Suður-Karólínufylki, hvort
munur væri á hvítu fólki í Norður-
ríkjunum og Suðurríkjunum. ,,Já,
sannarlega," svaraði hann. ,,I norð-
urríkjunum brosir hvíta fólkið og
hlær við manni og stingur svo hníf
í bakið á manni. f Suðurríkjunum
kemur það framan að manni og
stingur hnífi í mann augliti til aug-
iitis. Ég vil helzt fá að sjá óvini
mína, og mér finnst betra að berj-
ast við þá hér í Suður-Karólínu-
fylki, vegna þess að ég veit, hverj-
ir þeir eru.“ Andrew Young benti
á þá staðreynd, að kynþáttaaðskiln-
aðurinn í borgum Norðurríkjanna
hefur alið á „tortryggni, fjandskap
og vantrausti“, vegna þess að að-
skilnaðurinn á milli svartra og
hvítra er svo alger, að „allir verða
hræddir við alla.“
Ein skoðun virtist ríkjandi meðal
allra íbúa hinnar Svörtu Ameríku.
Hún var alls staðar látin í ljósl.
hvert sem við fórum og hvar sem
við vorum stödd, þ.e. að hvítt fólk
láti sig málefni og skoðanir blökku-
fólks engu skipta og hlusti alls ekki
á það, fyrr en íkveikjur og mann-
dráp hefjast í borgunum. Channing
Phillips hefur þetta að segja í því
sambandi: „Svarti maðurinn upp-
götvaði það af tilviljun, að eina
vopnið, sem heann hefur, er beiting
ofbeldis. Annar kostur er sá, og sá
eini, að blökkufólki takist að hasla
sér völl á sviðum, þar sem ofbeldis
gætir eigi í eins ríkum mæli, svo
sem í stjórnmálum og efnahagslífi.
Verði blökkufólki meinað það, er
hægt að búast við því, að það not-
færi sér það afl, sem það býr yfir
til þess að skapa ringulreið og ó-
tryggt ástand í borgunum.“
Fred Hampton, foringi Svörtu
hlébarðanna í Illinoisfylkr, hafði
þetta við okkur að segja, nokkrum
vikum áður en hann féll fyrir kúl-
um lögreglumanna í Chicago:
„Ég held, að allir sjái það, sem ég
sé, fyllist reiði yfir því, sem gerir
mig óðan, og vilji breyta því, sem
ég vil breyt.a. Og ég á ekki í nein-
u.m erfiðleikum með að skýra frá
því, hvað það er, sem ég vil, að
hverfi: Það eru rottur og kaka-
lakkarnir. Það er fátækrahjálpin,
opinbera framfærslan. Það er
ruddaskapur og ofbeldi lögreglunn-
ar. Og það er heilsuspillandi hús-
næði, sem er ekki mönnum bjóð-
andi.
Einnig mætti þar nefna hina ógn-
vænlegu glötun mannlegra hæfi-
leika og getu, sem nýtist ekki, vegna