Úrval - 01.11.1971, Page 24

Úrval - 01.11.1971, Page 24
22 ÚRVAL honum færður matur gegnum rif- una, og einu sinni á dag var hann leiddur, með bundið fyrir augu, á salerni í húsi þessu. En dagarnir liðu, án þess að nokk- urt merki þess sæist að breyting væri í aðsigi, og hann missti alla von. Nótt eina heyrði hann væl sír- enanna á lögreglubílum, og herfylki lögreglumanna gerði húsleit í ná- grenninu. Þegar heyrðist hávaðinn frá lögreglunni, flýttu verðirnir sér að koma Fly inn í ævagamlan, spænskan klæðaskáp, og á eftir honum fleygðu þeir tjaldinu hans og eigum. Skæruliðarnir höfðu fjarlægt múrsteinanna aftan við klæðaskáp- inn, og myndaðist þá fylgsni, sem hægt var að hírast í, en varla hægt að standa uppréttur. Ungir verðirn- ir þrýstu sér inn í skápinn á eftir fanganum og stóðu síðan hreyfing- arlausir meðan lögreglan leitaði framherbergi. „Hitinn þarna inni og spennan í loftinu var óbærileg, og það mun- aði ekki miklu að það liði yfir mig,“ segir Fly. „Verðirnir voru líka hræddir, ég fann að þeir skulfu við hlið mína.“ Tupamaros skiptu oft um verði, og í hvert sinn eignaðist Fly nýja aðdáendur. Einn þeirra, ung kona, gaf honum að borða, fyrsta, al- mennilega málsverðinn sem hann hafði fengið svo vikum skipti. Og af mikilli þolinmæði hjálpaði hún honum við að hressa enn frekar upp á soænskukunnáttuna. Tvisvar til viðbótar, sögðu þeir honum að hann gæti farið að búast við því að verða látinn laus, en það var aðeins til að baka honum vonbrigði. Loksins, nótt eina, án nokkurrar viðvörunar, var hann drifinn út úr íbúðinni í miðborginni og settur í aðra íbúð, sem virtist eitthvað svo undarlega kunnugleg. Undir gati í gólfinu, var það sama gamla vírnetsbúr — en í því var nú ókunnur maður. „Ég er Dias Gomide, brasilanski konsúll- inn,“ heilsaði maður Fly á ensku, og þeir föðmuðust og táruðust sam- an yfir örlögum sínum. Báðir fang- arnir voru látnir vera í sama klef- anum. Gomide var í læsta búrinu, en Fly svaf rétt við það. Þótt Gom- ide flytti þær góðu fréttir, að Tupa- maros hefði lofað að sleppa þeim báðum í einu, þá gat hann líka sagt Fly frá morðinu á Dan Mitrione — og seig þá mjög hjarta vísinda- mannsins. „Þegar þetta var, var komið sumar,“ rifjar Fly upp, „hit- inn og loftleysið var alveg voðalegt, og skórnir mínir urðu hvítir af sveppagróðri. Þótt við hefðum tvo blævængi, þá lak af okkur svitinn dag og nótt. Þegar þrumuveðrin miklu stóðu, þá urðu veggirnir hundblautir og gólfið flughált af bleytu. Baðmullarfötin okkar límd- ust við okkur í hræðilega bleytu og svitaklessu og féllu svo á endanum í sundur.“ Að lokum eftir að greiddir höfðu verið 250.000 dollarar í lausnargjald fyrir Gomide, segir Fly í endur- minningum sínum: „Nóttina fyrir frelsisdag Gomide svaf ég ekkert, en bað um að hann kæmist heill á húfi til fjölskyldu sinnar og að ég kæmist það líka á eftir honum.“ Það var kominn 21. febrúar, og meira en sex mánuðir liðnir síðan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.