Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 45
43
HÁKARLINN — HIÐ GLÆSILEGA VILLIDÝR . ..
LÁVARÐURINN
Það er fullkomlega eðlilegt, að
aðrar eins skaðræðisskepnur og há-
karlar ,skuli hafa orðið tilefni hvers
konar hryllingssagna og furðulegra
venja meðal frumstæðs fólks sem
strandhéruð byggir. Það sem manni
finnst hins vegar ekki eðlilegt,
er sú staðreynd, að í meirihluta
slíkra sagna, birtist hákarlinn sem
persónugervingur hins góða, hjálp-
sama. Aldrei hef ég, í ferðum mín-
um til afskekktra samfélaga heyrt
talað um hákarlinn sem illa skepnu.
Það er aðeins í ímynd nútímamanns-
ins, þess menntaða, sem hákarlinn
er orðinn að viðurstyggilegu
skrímsli.
Afstaða beggja menningarhóp-
anna er óréttmæt, röng. Ég get ekki
annað en hugsað með aðdáun til
fólksins í Polynesíu, sem kennir
börnum sínum að gera hvorugt: að
óttast hákarlinn eða dýrka hann,
heldur læra að þekkja á hann, svo
hægt sé að forðast hann, og ef nauð-
synlegt reynist, að sigra hann.
Við erum sama sinnis. Hákarlar
tilheyra lífi því sem lifað er neðan-
sjávar. Við getum búizt við að hitta
þá kringum kóralsker eða á opnu
hafi, og þegar þessi slifraða skugga-
vera líður um milli kóralrifanna,
víkja fiskarnir úr vegi, leyfa lávarði
hafanna að eiga sinn veg, og hafa
góðar gætur á ferðum hans. Þannig
skulum við líka koma fram við
hann.
Sölumaður frá bókaútgefanda einu-m í New York var á bernskuslóð-
um Williams Faulkners rithöfundar í Suðurríkjunum og var nýkominn
til eiganda bókabúðar í smábæ einum. Sölumaðurinn hamaðist við að
hrósa nýjustu metsölubókinni, sem hann hafði á boðstólum. „Þessi s-káld-
saga fjallar um vandamál blóðskammarinnar," sagði hann.
„Það er einmitt þetta, sem er að ykkur fjandans Norðurrikjamönnun-
um,“ sagði verzlunareigandinn önugur. „Þið gerið allt að vandamálum.“
James Dent.
Bréfadálkahöfundurinn frægi Abigail Van Buren fékk eitt sinn svo-
-hljóðandi bréf:
„Kæra Abby, ég tók eftir iþví, sem þú sagðir um brjósthaldara í
dálkinum’þinum og hvað mælti með því og móti því að ganga brjóst-
haldaralaus. Fyrir nokkrum vikum sá ég smáklausu i dagblaðinu, sem
gæti ef til hj-álpað til þess að komast að niðurstöðu í málinu. Hún hljóð-
aði svo: Ef kona er ekki viss, hvort hún ætti að ganga brjósthaldara-
laus eða ekki, ætti hún að setja iblýant undir annað brjóstið. Ef blýant-
urinn verður kyrr á sínum stað, ætti hún að ganga með brjóstahaldara.
Ég mundi skrifa nafn mitt undir bréfið, ef eiginkonan min væri ekki
enn með blýantinn minn.“