Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 34

Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 34
32 Konurnar áttu hins vegar að vera sem minnst klæddar ef þær áttu að heita fínar. Napóleon skyldi endi- lega þurfa að velja desemberdag til krýningar sinnar. Desirée starði yfir röð af fjaður- skrýddum höfðum marskálksfrúa og gleymdi andartak ótta sinum við hikstann. Þær líktust hóp af vel skrýddum sirkushestum. Og hvað hafði Jean Baptiste sagt í morgun, þegar hann bölvandi hóf að klæð- ast marskálksbúningnum með háa kraganum? „Frakkar eru það fólk í heiminum, sem auðveldast er að draga á asnaeyrunum. í sæluvímu varpa þeir frá sér oki konungsdæm- isins og gleðjast við að sjá afhöggin höfuð konungshjónanna. Þeir æpa: Lifi Robespierre, faðir föðurlands- ins! — og eru frá sér numdir af gleði þegar einnig hans höfuð fellur. Dag nokkurn tíu árum síðar láta þeir jafnánægðir sem fyrr þvinga inn á sig keisaradæmi! Désirée leit hugsandi upp mót rósaglugganum með hinum skæru litum. Það var eins og hann svifi laus þarna uppi í myrkum hvelf- ingunum. Er þetta auga guðs, hafði Óskar litli spurt, þegar hún tók hann með sér fyrir nokkru í Notre Dame tiJL þess að sýna honum hversu fagur- lega kirkjan væri skreytt í tilefni krýningarinnar. — Fær pabbi líka kórónu? Desirée brosti þegar hún minntist þess hversu gremjulega Bernadotte hafði hnyklað brúnir er hann heyrði þessa spurningu. Hún var skyndilega vakin af hugsunum sínum. Öll kirkjan lék á ÚRVAL reiðiskjálfi. Þúsundir fóta stöppuðu og þúsundir radda hrópuðu: — Vive l’empéreur! Lifi keisar- inn! Tónar byitingarsöngsins blönduð- ust orgeltónum og hinn litli keisari Frakklands birtist í öllu sínu veldi. Andartak náði kímnin tökum á Des- irée. Það var þegar þessi smávaxni Korsíkumaður í hvítum silkibuxum og með risastóra purpuraskikkju gekk inn kirkjugólfið og allir lutu höfði í andakt. Þetta var jú bara gamli kærastinn hennar, hann Napóleon, sem hún hafði leikið sér við í garðinum heima í Marseille! En þegar hún sá hann standa fyrir framan altarið umkringdan biskup- um og erkibiskupum Frakklands, kardínálum, hershöfðingjum og fjölda annarra mikilmenna, var henni ekki lengur hlátur í huga. Hin breiða keisarakóróna hafði arnarvængi í stað hinna búrbónsku lilja, og efst á mynd af hnettinum úr eðalsteini, brýndi örn klærnar. Þunnar hendur páfans, staðgengils sjálfs skaparans, titruðu, og æðarn- ar þrútnuðu í enni hans, þegar hann lyfti þungri kórónunni til þess að krýna æðsta mann ríkisins. Desirée lét aftur augun. Bara að hún hikstaði nú ekki! Þá heyrði hún að kliður fór um salinn. Hún opn- aði augun einmitt í þann mund, er Napóleon setti sjálfur kórónuna á höfuð sér. Og hann brosti á ná- kvæmlega sama hátt og hann hafði gert heima í garðinum, þegar hann rólaði henni hátt upp í loftið og glettist við hana. Með snöggu hand- bragði tók hann hina kórónuna af páfanum og setti hana á höfuð eig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.