Úrval - 01.11.1971, Side 34
32
Konurnar áttu hins vegar að vera
sem minnst klæddar ef þær áttu að
heita fínar. Napóleon skyldi endi-
lega þurfa að velja desemberdag til
krýningar sinnar.
Desirée starði yfir röð af fjaður-
skrýddum höfðum marskálksfrúa og
gleymdi andartak ótta sinum við
hikstann. Þær líktust hóp af vel
skrýddum sirkushestum. Og hvað
hafði Jean Baptiste sagt í morgun,
þegar hann bölvandi hóf að klæð-
ast marskálksbúningnum með háa
kraganum? „Frakkar eru það fólk
í heiminum, sem auðveldast er að
draga á asnaeyrunum. í sæluvímu
varpa þeir frá sér oki konungsdæm-
isins og gleðjast við að sjá afhöggin
höfuð konungshjónanna. Þeir æpa:
Lifi Robespierre, faðir föðurlands-
ins! — og eru frá sér numdir af
gleði þegar einnig hans höfuð fellur.
Dag nokkurn tíu árum síðar láta
þeir jafnánægðir sem fyrr þvinga
inn á sig keisaradæmi!
Désirée leit hugsandi upp mót
rósaglugganum með hinum skæru
litum. Það var eins og hann svifi
laus þarna uppi í myrkum hvelf-
ingunum.
Er þetta auga guðs, hafði Óskar
litli spurt, þegar hún tók hann með
sér fyrir nokkru í Notre Dame tiJL
þess að sýna honum hversu fagur-
lega kirkjan væri skreytt í tilefni
krýningarinnar.
— Fær pabbi líka kórónu?
Desirée brosti þegar hún minntist
þess hversu gremjulega Bernadotte
hafði hnyklað brúnir er hann heyrði
þessa spurningu.
Hún var skyndilega vakin af
hugsunum sínum. Öll kirkjan lék á
ÚRVAL
reiðiskjálfi. Þúsundir fóta stöppuðu
og þúsundir radda hrópuðu:
— Vive l’empéreur! Lifi keisar-
inn!
Tónar byitingarsöngsins blönduð-
ust orgeltónum og hinn litli keisari
Frakklands birtist í öllu sínu veldi.
Andartak náði kímnin tökum á Des-
irée. Það var þegar þessi smávaxni
Korsíkumaður í hvítum silkibuxum
og með risastóra purpuraskikkju
gekk inn kirkjugólfið og allir lutu
höfði í andakt. Þetta var jú bara
gamli kærastinn hennar, hann
Napóleon, sem hún hafði leikið sér
við í garðinum heima í Marseille!
En þegar hún sá hann standa fyrir
framan altarið umkringdan biskup-
um og erkibiskupum Frakklands,
kardínálum, hershöfðingjum og
fjölda annarra mikilmenna, var
henni ekki lengur hlátur í huga.
Hin breiða keisarakóróna hafði
arnarvængi í stað hinna búrbónsku
lilja, og efst á mynd af hnettinum
úr eðalsteini, brýndi örn klærnar.
Þunnar hendur páfans, staðgengils
sjálfs skaparans, titruðu, og æðarn-
ar þrútnuðu í enni hans, þegar hann
lyfti þungri kórónunni til þess að
krýna æðsta mann ríkisins.
Desirée lét aftur augun. Bara að
hún hikstaði nú ekki! Þá heyrði hún
að kliður fór um salinn. Hún opn-
aði augun einmitt í þann mund, er
Napóleon setti sjálfur kórónuna á
höfuð sér. Og hann brosti á ná-
kvæmlega sama hátt og hann hafði
gert heima í garðinum, þegar hann
rólaði henni hátt upp í loftið og
glettist við hana. Með snöggu hand-
bragði tók hann hina kórónuna af
páfanum og setti hana á höfuð eig-