Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 37

Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 37
ÞEGAR NAPÓLEON VAR KRÝNDUR 35 arinn gera í hefndarskyni fyrir þessa hræðilegu móðgun?. En hið eina sem gerðist var, að systir henn- ar kom æðandi dag nokkurn og hafði þær fréttir að færa, að keisar- inn ætlaði að skilja við konu sína. Hann ætlaði að fá sér konu, sem gæti fætt honum barn! Hann hafði þegar fundið þá, sem hann leitaði áð — Marie-Louise, erkihertogaynju af Austurríki. Frakkland var ekki eina rikið í Evrópu, sem þannig var ástatt um. Lengst í norðri lá Svíþjóð. Désirée hafði raunar heyrt þessa lands get- ið nokkrum sinnum, en vissi ekki nákvæmlega hvar það lá. Hún hafði aldrei haft mikinn áhuga á landa- fræði. Hún hlustaði aðeins á Berna- dotte með öðru eyranu, þegar hann sagði henni, að erfingi þessa lands við Norðurpólinn hefði látizt og að eskimóarnir hefðu óskað eftir því, að þeim yrði stjórnað af frönskum hershöfðingja. Hún kinkaði aðeins kolli og lét sér standa á sama. Henni var sama, hvort þau kölluðust furst- ar af Ponte Corvo eða konungur og drottning Svíþjóðar, bara að þau slyppu við að búa á viðkomandi stöðum. Það var svo margt annað, sem hún hafði meiri áhuga á. Ósk- ar hélt áfram að missa tennurnar og Julie hélt, að keisaradrottningin væri vanfær. Og sjálf var Désirée farin að þykkna undir belti. Hún neyddist til að panta sér heilmikið af nýjum kjólum. Þess vegna varð hún meira en lítið óttaslegin, þegar henni skildist, að þessir Svíar vildu fá nýja erf- ingjann sinn til þess að búa á snjó- breiðunum. Þannig varð dóttir silkikaup- mannsins frá Marseille Desideria, krónprinsessa af Svíþjóð, og fylgdi manni sínum Karli Johan og Óskari litla syni sínum til vetrarlandsins. En káta og léttlynda prinsessan frá Marseille fraus bæði á sál og líkama í hinni stóru og dimmu holl við Strömmen. Jean-Baptiste hafði ekki mikinn tíma aflögu handa eiginkonu sinni. Hann var önnum kafinn að sinna málefnum hins nýja föðurlands síns. Sænskir kennarar tóku Óskar litla að sér og kenndu honum að hugsa og tala sænsku. Og Désirée var ein innan um kuldalegt, framandi fólk, sem talaði frönsku skelfing báglega. — Sefur þú, Désirée? Karl Johan læddist varlega að rúmi krónprins- essunnar. Kertaljós stóð niður- brennt í stjakanum á náttborðinu. Prinsessan sjálf lá á maganum og fól andlitið í koddanum. Krónprins- inn settist á rúmstokkinn hjá henni, reyndi að hugga hana og bað hana segja sér, hvað hefði komið fyrir. Loks leit Désirée upp og andlit hennar var grátbólgið: — Nú hef ég valdið hneyksli enn einu sinni, sagði hún og snökti. —• Jæja, svaraði hann og rödd hans varð strax eilítið gremjuleg. —- En það var ekki ég, sem byrj- aði, bætti hún við og teygði sig eftir vasaklút. — Það var þessi viðbjóðs- lega fröken Konsull, sem byrjaði. Hún og þessi greifaynja Lewan- haupt, sem hristist öll af sínu bláa blóði, þegar hún neyðist til að hneigja sig fyrir mér, kaupmanns- dótturinni. Ég sat í stofunni minni og var að sauma heimskulegar rós-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.