Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 47
ELDRAUN A KENYAFJALLI
45
síðdegi, lögðu þeir af stað niður
aftur.
Þeir voru bundnir saman og létu
sig síga í reipi niður 100 fet niður
á sillu sem kallast Shiptons silla.
Þar leitaði Oelz að kletti eða steini,
sem hann gæti notað sem festu fyr-
ir reipið, sem hann hafði bundið
um mittið. Judmaier, sem einnig var
bundinn reipi um mittið, hallaði sér
fram af sillunni, lá fram á mikinn
klett að athuga leiðina niður.
Allt í einu heyrðist snöggt óp.
Oelz snarsneri sér við — og var al-
einn. Kletturinn hafði látið undan.
Oelz beygði sig eftir reipinu þar
sem það nérist við sillubrúnina, því
að stöðugt slaknaði á því, og Jud-
maier hékk í hinum endanum. Hann
greip um reipið, og það þaut um
hendur hans, tók allt skinn með sér
burtu. Fyrst varð hann gripinn
miklum ótta yfir að sjá skinn sitt
hverfa á svipstund, og svo fann
hann tilsársaukans. í örvæntingu,
sparkaði hann hælum sínum niður
í silluna, og honum tókst að snúa
reipið einhvern veginn upp á hand-
legg sér, og draga nokkuð úr falli
Judmaiers niður næstum þverhnípt-
an hamravegginn.
Hjarta hans barðist ofsalega. Oelz
fann stað til að setja reipið fast, og
seig síðan niður til vinar síns. Jud-
maier lá á örmjórri sillu, sem stóð
örlítið út úr hamraveggnum —
gnæfði út í himingeiminn. Höfuð
hans var blóðugt, en Oelz sá strax,
hvar hann var verst farinn: Hægri
fótleggur hans hafði brotnað svo
illa, að hvass beinendi stóð út gegn-
um buxnaskálm hans. Beinstykki
um það bil tveggja þumlunga langt,