Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 92

Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 92
90 ÚRVAL legt.“ Og ég fór að hugsa um þetta og komst að þeirri niðurstöðu, að hún hafði rétt fyrir sér. Næsta dag talaði ég við Pasquale, og hann sagði, að hann hefði ekki meint þetta í raun og veru. Ég sagði, að það væri svo sem nógu auðvelt fyrir hann að segja þetta núna, en að njaður ætti ekki að gera það, sem maður vissi að mundi særa fólk. Hann fór að gráta, og þá gerði ég mér grein fyrir því, að hann vissi, að hann hafði hegðað sér ruddalega. Þegar ég var á leið í skólann einn daginn, tók ég eftir yfirbyggðum flutningabíl, sem stóð við gang- stéttarbrúnina. Afturhurðin var op- in, og í dyragættinni stóð maður. Strákur, sem var samferða mér, benti á manninn og sagði við mig: „Þarna er hann pabbi þinn.“ Ég veit ekki, hvernig hann hafði vitað þetta. En ég býst við, að mæður tali um hlutina. Fólk hefur ánægju af að ræða vandamál annarra og að gleyma jafnframt sínum eigin vandamálum um sinn. En ég tók samt eftir því, að þessi maður var líkur mér. Hann kallaði til mín, og þá svaraði ég: ,,Hvað viltu?" Hann sagðist vilja fá að taka í höndina á mér og heilsa mér. Ég spurði, hvers vegna hann vildi það. Hann svaraði þá: „Kannski erum við skyldir.“ Ég sagði honum, að óg hefði aldrei séð hann áður. Og hann svaraði: „Maður hittir stund- um ekki ættingja sína.“ Ég yppti öxlum og veifaði til hans í kveðju- skyni. En ég sá það samt á því, hvernig hann hehsaði mér og kvaddi mig, að við vorum skyldir. Ég fékk stutt bréf frá honum, rétt áður en ég útskrifaðist úr gagn- fræðaskólanum. Ég hafði unnið ræðukeppni, verið í knattspyrnu- liði og frjálsíþróttaliði skólans, unn- ið fylkismeistarakeppni í tennis og fengið fyrstu verðlaun í ritgerðar- samkeppni. Það átti að nefna eitt- hvað af þessu við skólauppsögnina, og faðir minn skrifaði mér rétt áð- ur og sagði mér, hver hann væri. Hann sagði, að ég væri sonur hans, enda þótt hann hefði ekki gert það fyrir mig, sem hann hefði átt að gera. Og hann spurði, hvort ég vildi útvega sér miða, svo að hann gæti orðið viðstaddur skólauppsögnina. Ég spurði ömmu, hvað ég ætti að gera. Hún svaraði, að ég væri orð- inn nógu gamall til þess að taka sjálfur ákvarðanir í eigin málum. Þá sagði ég: „Jæja, hann er faðir minn, og hann spurði mig, hvort hann mætti koma.“ Og því bauð ég honum miða. Hann kom. Og ég held, að hann hafi orðið mjög hrærður. Nokkrum árum eftir þetta var mér sagt, að hann væri orðinn drykkjuróni. Svo gerðist það dag einn í Philadelphiu, þegar hann var drukkinn að venju, að hann lenti í rifrildi við annan mann. Þá datt hann niður nokkur þrep og höfuðkúpubrotnaði. Og rétt á eftir dó hann. Ég fann til djúprar sorgar, þegar mér barst þessi frétt, líkt og ég hefði fundið til, hver svo sem hefði dáið á voveiflegan hátt. En slík verða endalok svo óskaplega margra í negrahverfunum. Ég var í skólakórnum við Wil- berforceháskólann í Ohiofylki, sem var rekinn af Afrísku meþódista- biskupakirkjunni. Og kórinn fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.