Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 72

Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL „Ekki að hætta. Haltu áfram. Hún getur ekki dáið.“ Hugsanir mínar bárust að hinni ungu móður. Hafði hún grátið sig í einhvers konar örvilnunarsvefn eða starði hún út í tómið fyrir framan sig, án þess að geta í rauninni ger1, sér grein fyrir þeim skelfingum, sem dundu yfir barnið hennar, — barn sem fyrir aðeins fjórum dög- um hafði verið heilbrigt og kátt? Sem ég sat á vöggunni, fór ég að verða þess vör, hve illa fór um mig. Ég var með ríg í bakinu eftir meira en klukkustundar erfiða stellingu. Harðar bríkurnar á vöggunni höfðu þrengt að blóðrásinni við hnén, og fætur mínir voru dofnir. Handlegg- irnir, sem hálfhvíldu á súrefnis- kassanum voru aumir og stirðir. Þá tók einbeitnin og vonin að bila. Einhvern veginn virtist þetta allt til einskis. Auðvitað höfðu hjúkrun- arkonan og dr. Hamilton haft rétt fyrir sér þegar öllu var á botninn hvolft. Aköf blygðunarkennd greip mig. Hvernig dirfðist ég, átján ára nýliði í hjúkrun, að bjóða byrginn sérfræðingi í barnasjúkdómum og reyndri hjúkrunarkonu, þegar um líf og dauða var að tefla? Ó, hví hafði ég nú verið að þessu? Samt gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að eitthvert óvenjulega sterkt afl hefði ráðið gerðum mín- um síðustu stundirnar, er ég fram- kvæmdi hluti, sem ég venjulega hafði alls ekki dirfzt að framkvæma. Suðið í súrefninu vakti mig aftur af þessum hugsunum. Andartak virtist mér sem hinn blái hjúpur, sem bvíldi yfir andliti barnsins, væri að fölna. — Nei, það gat ekki verið. Barnið var dáið. Það mundi aldrei vakna aftur til lífsins þrátt fyrir alla einbeitni mína, sagði ég við sjálfa mig, og mér hafði næst- um tekizt að sannfæra mig. Samt héldu hendurnar áfram þessum hreyfingum, sem nú voru orðnar eins og hluti af mér, þær þrýstu á brjóst barnsins og slepptu syo tak- inu — aftur og aftur. Sjúkrahúsið var nú að vakna eftir nóttina. Ungbörn í næsta herbergi tóku að gráta; það mundi þetta barn aldrei aftur gera, hugsaði ég von- svikin. Frá öðru herbergi heyrði ég grát, söng og hlátur í eldri börnum. Þegar ég leit niður á barnið, þótt- ist ég skyndilega viss um, að litar- háttur þess hefði batnað. Gæti þett.a stafað af morgunskímunni? Mig verkjaði í augun af svefnleysi og handleggirnir voru dauðsárir. Ég hætti sem snöggvast og lagði hönd- ina á brjóst barnsins. „Ó,“ sagði ég. Ég hafði greint ör- litla hreyfingu undir hendinni. „Ó, guð, getur þetta verið?“ Þeg- ar ég tók höndina burt, kom það aftur, — örlítið andvarp, — og aftur. Ég reyndi að laga hreyfingarnar eftir þessum veikburða, næstum ó- merkjanlega andardrætti og tár þreytu og léttis hrundu niður kinn- ar mínar. „Guði sé lof,“ sagði ég. Svo nuddaði ég handleggi og fæt- ur barnsins til þess að reyna að örva blóðrásina, en ennþá var ég þó full efa. Loks tók ég þó í mig kjark til að þreifa eftir slagæðinni, og eftir langa stund gat ég greint veikan, óreglulegan slátt hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.