Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 107
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU
105
hús og leigubíla. Og ég eignaðist
hluti í vátryggingarfélögum.
Svo fór ég að vinna hjá útvarps-
stöð. Ég sá um fréttirnar og sér-
staka dagskrárþætti. Og í útvarp-
inu hvatti ég negrana óspart til
þess að láta setja sig á kjörskrá og
talaði um jafnrétti kynþáttanna. Og
ég jók róðurinn um allan helming
eftir úrskurð Hæstaréttar um fram-
kvæmd jafnréttislaganna, en hann
var kveðinn upp árið 1954. Hvíta
fólkinu geðjaðist ekki að þessu
starfi mínu. Og þá hófust vandræð-
in.
Það hótaði því að sjá svo um, að
útvarpsstöðin yrði útilokuð á öllum
sviðum og að gegn henni yrði mark-
visst unnið, ef mér væri ekki sagt
upp starfi. Ég vildi ekki valda eig-
andanum tjóni, svo að það kom að
því, að ég sagði upp starfi mínu hjá
útvarpsstöðinni. En hvíta fólkið
hafði líka snúizt gegn mér persónu-
lega og ásakað mig um allt milli
himins og jarðar. Fyrir mig voru
lagðar alls konar gildrur. Og á ár-
unum 1956 og 1957 gerði það mig
öreiga með málarekstri vegna um-
ferðarslysa, sem ég átti enga sök á.
Þá sagði ég við Medgar: ,,Þú skalt
vera kyrr hérna. Ég ætla til Chicago
til þess að afla mér fjár, svo að við
getum lokið starfinu, þegar ég kem
heim aftur.“ Ég var ákveðinn í að
verða það sterkur fjárhagslega, að
ég gæti staðið af mér allan óhróður-
inn og upplognu sakirnar og ahar
leyniskotárásirnar, sem ég vissi, að
biðu mín á næsta leyti.
Ég skildi fjölskyldu mína eftir og
hélt til Chicago. Þar réð ég mig í
þrenn störf, Eitt var hjá Swiftkjöt-
framieiðslufyrirtækinu. Þar af-
fermdi ég járnrautarlestir. Annar
var í Conrad Hilton gistihúsinu.
Þar var ég umsjónarmaður á sal-
erni. Og um helgar vann ég sem
barþjónn.
En ég vann mér samt ekki inn nóg
fé, og þetta tók allt of langan tíma.
Ég átti vin, sem vann við sölu ólög-
legra happdrættismiða. Og dag einn
fór ég til hans og fékk starf hjá
honum. Á einni klukkustund kenndi
hann mér allt um starfið, hvernig
ég ætti að taka við veðmálum,
skrifa númer og ganga frá uppgjöri.
Við þetta vann ég í sex mánuði.
Og svo að því, að ég fór að hugsa
sem svo: Hví skyldi ég ekki reyna
að græða meira á þessu með því að
fara að vinna sjálfstætt? Og því
sveik ég félaga minn. Þetta olli dá-
litlum vandræðum okkar í milli. En
við leystum þau á þann hátt, að ég
fékk einn hluta Chicago til umráða,
en hann annan. Auðvitað býður
einn lösturinn öðrum heim. Og nú
hófst ég handa við rekstur sjálf-
virkra glymskratta (jukebox). Ég
opnaði krá með glymskröttum í
South Side-negrahverfinu, svo aðra
yfir í West Side-hverfinu og svo þá
þriðju í bænum Argo í Illinoisfylki.
Já, ég hef gerzt sekur um ólöglegt
athæfi af þessu tagi. Það þýðir ekk-
ert að bera slíkt af sér með lygum.
Við Medgar hringdum alltaf öðru
hverju hvor í annan. Og eitt sinn
sagði ég við hann, að ég ætlaði að
kaupa nokkur hús, svo að við þyrft-
um ekki að hafa áhyggjur af skorti
á tekjum, eftir að ég væri aftur
kominn heim til Mississippifylkis.
Og ég keypti gamalt fjölbýlishús,