Úrval - 01.11.1971, Page 107

Úrval - 01.11.1971, Page 107
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU 105 hús og leigubíla. Og ég eignaðist hluti í vátryggingarfélögum. Svo fór ég að vinna hjá útvarps- stöð. Ég sá um fréttirnar og sér- staka dagskrárþætti. Og í útvarp- inu hvatti ég negrana óspart til þess að láta setja sig á kjörskrá og talaði um jafnrétti kynþáttanna. Og ég jók róðurinn um allan helming eftir úrskurð Hæstaréttar um fram- kvæmd jafnréttislaganna, en hann var kveðinn upp árið 1954. Hvíta fólkinu geðjaðist ekki að þessu starfi mínu. Og þá hófust vandræð- in. Það hótaði því að sjá svo um, að útvarpsstöðin yrði útilokuð á öllum sviðum og að gegn henni yrði mark- visst unnið, ef mér væri ekki sagt upp starfi. Ég vildi ekki valda eig- andanum tjóni, svo að það kom að því, að ég sagði upp starfi mínu hjá útvarpsstöðinni. En hvíta fólkið hafði líka snúizt gegn mér persónu- lega og ásakað mig um allt milli himins og jarðar. Fyrir mig voru lagðar alls konar gildrur. Og á ár- unum 1956 og 1957 gerði það mig öreiga með málarekstri vegna um- ferðarslysa, sem ég átti enga sök á. Þá sagði ég við Medgar: ,,Þú skalt vera kyrr hérna. Ég ætla til Chicago til þess að afla mér fjár, svo að við getum lokið starfinu, þegar ég kem heim aftur.“ Ég var ákveðinn í að verða það sterkur fjárhagslega, að ég gæti staðið af mér allan óhróður- inn og upplognu sakirnar og ahar leyniskotárásirnar, sem ég vissi, að biðu mín á næsta leyti. Ég skildi fjölskyldu mína eftir og hélt til Chicago. Þar réð ég mig í þrenn störf, Eitt var hjá Swiftkjöt- framieiðslufyrirtækinu. Þar af- fermdi ég járnrautarlestir. Annar var í Conrad Hilton gistihúsinu. Þar var ég umsjónarmaður á sal- erni. Og um helgar vann ég sem barþjónn. En ég vann mér samt ekki inn nóg fé, og þetta tók allt of langan tíma. Ég átti vin, sem vann við sölu ólög- legra happdrættismiða. Og dag einn fór ég til hans og fékk starf hjá honum. Á einni klukkustund kenndi hann mér allt um starfið, hvernig ég ætti að taka við veðmálum, skrifa númer og ganga frá uppgjöri. Við þetta vann ég í sex mánuði. Og svo að því, að ég fór að hugsa sem svo: Hví skyldi ég ekki reyna að græða meira á þessu með því að fara að vinna sjálfstætt? Og því sveik ég félaga minn. Þetta olli dá- litlum vandræðum okkar í milli. En við leystum þau á þann hátt, að ég fékk einn hluta Chicago til umráða, en hann annan. Auðvitað býður einn lösturinn öðrum heim. Og nú hófst ég handa við rekstur sjálf- virkra glymskratta (jukebox). Ég opnaði krá með glymskröttum í South Side-negrahverfinu, svo aðra yfir í West Side-hverfinu og svo þá þriðju í bænum Argo í Illinoisfylki. Já, ég hef gerzt sekur um ólöglegt athæfi af þessu tagi. Það þýðir ekk- ert að bera slíkt af sér með lygum. Við Medgar hringdum alltaf öðru hverju hvor í annan. Og eitt sinn sagði ég við hann, að ég ætlaði að kaupa nokkur hús, svo að við þyrft- um ekki að hafa áhyggjur af skorti á tekjum, eftir að ég væri aftur kominn heim til Mississippifylkis. Og ég keypti gamalt fjölbýlishús,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.