Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
núna, ungfrú Hart. Þér hafið átt
óvenjulega erfiða nótt.“
„Þakka yður fyrir,“ sagði ég og
komst síðar að því, að slíka viður-
kenningu á störfum hafði enginn
heyrt um áður þarna á sjúkrahús-
inu. Síðar minntist enginn á atvik
næturinnar við mig nema stúlkurn-
ar, sem unnu með mér.
Þegar ég gekk yfir grasflötina í
áttina til hjúkrunarkvennahússins,
verkjaði mig í augun í sterkri morg-
unsólinni, og morgunloftið var svalt
og hressandi eftir lyfjadauninn í
sjúkrastofunum. Ég mætti hóp af
hjúkrunarkonum á dagvakt á leið-
inni, og ein þeirra, Jane Trevellan,
kom til mín.
,,Þú ert nokkuð snemma þúin af
byrjanda að vera, er það ekki?“
spurðu hún frekjulega. „Á hvaða
deild varstu?“
„Barlow-deildinni,“ sagði ég þol-
inmóð.
„Það er náttúrlega ekki við því
að búast, að þú hafir haft þá ánægju
að vinna með gamla draugnum
honum dr. Barlow enn þá! Það er
gömul trú, að hann birtist, þegar
mjög veikt barn er á deildinni hans.
Hann var sérfræðingur í barna-
sjúkdómum hér áður fyrr, — en þú
ert náttúrlega allt of ung í starfinu
til að geta verið komin í samband
við svo mikilvæg mál enn.“ hreytti
hún út úr sér og gekk burt.
Ég stóð kyrr um stund.
„Svo að það var þá hann, — dr.
Barlow!“
Og fyrir Klöru Hart var þetta
endir sögunnar; fyrir barn Walshe-
hjónanna var það hins vegar byrj-
unin. Hálfum mánuði síðar fór barn-
ið heim, og Klara hvorki sá það né
heyrði síðar.
Einu launin, sem Klara fékk og
vildi fá, var vitneskjan um það, að
einhvers staðar sé til lítil stúlka,
sem hljóti að meta lífið ofurlítið
meira en aðrir.
Maður verður að breytast með breyttum tímum, nema maður sé
nógu mikill tii bess að breyta tímunum sjálfur.
Rithöfundurinn J.B. Priestley sýndi slíkan skilning á sálarlífi kon-
'Unnar, þegar hann sagði eftirfarandi orð, að það er erfitt að slá hann
út á því sviði: ,,Hún var ekki lagleg, en hún hefði getað verið það, ef
einhver hefði haldið áfram að segja henni, að hún væri lagleg."
Það er mjög auðvelt að skemmta sumu fólki. Það þarf ekki að
igera annað en að hlusta á það.
Það, að drekkja vandamálum í
sama og að leysa þau.
Bernard Edinger.
hafsjó af upplýsingum, er ekki hið
Ray E. Brown.