Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
krakki eða unglingur fór út á götu
til þess að reyna að kaupa eiturlyf,
þá gaf gamall eiturlyfjaneytandi
honum vel útilátið kjaftshögg eða
lét að minnsta kosti sem hann sæi
hann ekki. Fullorðna fólkinu fannst
sem krakkinn eða unglingurinn ætti
ekkert erindi út á borgarstrætin. En
nú er öldin önnur.
Hingað kom kornungur ungling-
ur, sem hafði verið að selja eiturlyf.
Þegar lögregluþjónarnir tóku hann
fastan, spurði hann þá: „Hvað vinn-
ið þið ykkur mikið inn? Ég vinn
mér inn 300 dollara á dag.“ Og þetta
var varla meira en krakki. Hann
var aðeins 13 ára.
Bernie Parker, sem er 29 ára,
vann fyrir Borgarsamband New
Yorkborgar á vegum áœtlunar, sem
nefnist Götustarfsmannaáœtlunin.
Hann átti að hafa tengsl við skóla,
sem voru verst á vegi staddir, hvað
eiturlyfjaneyzlu snerti.
Eiturlyfin eru að drepa uppvax-
andi kynslóð. Þau eru að steindrepa
hana. Sagt er, að vitað sé um
100.000 eiturlyfjaneytendur j Har-
lemhverfinu einu. Og þar eru ung-
lingarnir jafnvel alls ekki taldir
með. í einum af skólunum, sem ég
hef tengsl við í starfi mínu, eru
3000 unglingar. Ég get sagt með
vissu, að þar af eru 1000 forfallnir
eiturlyfjaneytendur, og aðrir 1000
eru forvitnir og hugsa sem svo:
„Ætti ég að reyna. Þetta lítur freist-
andi út. Ég held, að ég fái mér eina
marijuanasígarettu. Ég ætla að láta
hin eiturlyfin eiga sig.“ Þetta segja
þeir, en þetta er samt aðeins byrj-
unin.
Það, sem hefur mesta þýðingu i
lífi svartra barna og unglinga, er
fyrirmyndin. Á götunni sinni sjá
þau einhvern náunga koma akandi
í kádilják. Hann stígur glæsilega út
úr bílnum. Hann er í skóm úr
krókódílaskinni og í hundrað doll-
ara jakkafötum og með dýra hringi
á höndum. Hann er harðsoðinn eins
og hörkukarli sæmir. Þeim finnst, að
þessi náungi hafi sannarlega kom-
izt áfram í lífinu. Hann fer inn í
vínkrá. Og allar stelpurnar eru eins
og vax í höndum hans. Krakkana
og unglingana langar til þess að
líkja eftir þessum eiturlyfjasala.
Fyrir tveim árum kostuðu allir
pokar af heroindufti 5—6 dollara.
Svo báru eiturlyfjasalarnir saman
bækur sínar og sögðu: Ef við get-
um boðið krökkunum í gagnfræða-
skólunum pokann á 2 dollara, hefðu
þau efni á að kaupa þá. Flestir
unglingarnir fá 50 cent til þess að
kaupa hádegismat fyrir, jafnvel 75
cent. Ef fjórir þeirra leggja „í púkk“
geta þeir keypt sér poka. Og eitur-
lyfjasalarnir álitu, að unglingunum
þætti svo mikið varið í áhrifin, sem
innihalda pokans hefði á þá, að
þeir mundu brátt fara að reyna við
eitthvað sterkara.
Við getum ekki snert hvíta mann-
inn, sem sér eiturlyfjasalanum fyr-
ir birgðum. Við verðum að ná
tengslum við unglingana sjálfa og
starfa með þeim og fá þá til þess
að trúa okkur og á það, sem við er-
um að segja við þá. Við verðum að
fá þá til þess að treysta okkur. Við
verðum að leggja áherzlu á þau at-
riði, sem geta fengið þá til þess að
trúa okkur og treysta, t.d. þá stað-
reynd, að við erum ekki lögreglu-