Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 33
31
Þegar
Napóleon
var
krýndur
ÚRDRÁTTUR
ÚR
HISTORY TODAY
Hér birtist ofurlítið brot ár
ævisögu Napóleons keisara,
sá þáttur lífs hans, sem
viðkemur Desirée, sem eitt
sinn var unnusta hans, en
varð síðar drottning
Svíþjóðar.
U
ndarleg stemning
ríkti í hinni voldugu
kirkju. Reykinn úr
reykelsiskerum kór-
drengjanna lagði upp í
loftið og fúga eftir
Bach endurtók í sífellu spurningu
sína: Hvernig gat þetta gerzt?
— Hvernig gat þetta gerzt, spurðu
hinar gömlu kempur byltingarinn-
ar. — Við, sem sungum byltingar-
sönginn og hrópuðum okkur hása
fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi,
höfum klæðzt gullsaumuðum ein-
kennisbúningum og hvítum hönzk-
um til þess að hylla nýjan kúgara.
—• Hvernig gat þetta gerzt, spurðu
furstar og aðalsmenn, — að þessi
litli hershöfðingi frá Korsíku skuli
hafa getað hóað okkur saman eins
og sauðahjörð úr öllum hornum
Evrópu til þess að punta upp á krýn-
ingu hans...
Litli hvítklæddi páfinn, Píus VII,
sat til vinstri handar við altarið og
kinkaði koili. Hann hafði beðið
þrjár klukkustundir og virtist djúpt
sokkinn í eigin hugsanir. Gamli
maðurinn var orðinn þreyttur 1 baki
og tautaði við sjálfan sig: Ekkert er
ómögulegt...
Strútsfjaðrirnar bærðust á höfði
frúar Bernadotte marskálks. Hún
hugsaði um það eitt, að umfram allt
mætti hún ekki byrja að hiksta.
Hún átti vanda til að gera það, ef
henni var kalt. Og stundum hikst-
aði hún af taugaóstyrk einum sam-
an. Nú var hún hvort tveggja, hún
var taugaóstyrk og henni var kalt.
Hún öfundaði karlmennina sem allt-
af máttu klæðast þykkum og hlýj-
um fötum við hátíðleg tækifæri.