Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 20
18
gamla byggingu, og greinilega yfir-
gefna. Þar rifu ræningjarnir utan
af honum sekkinn, tóku bindið frí
augum hans og fjarlægðu böndin.
Síðan ráku þeir hann inn í klefa-
boru eina, eins konar holu inn í
vegginn, enda var klefi þessi neðan
við gólfhæð hússins.
„Þessi hola var ekki nema þrjú
og hálft fet á dýptina“, sagði Fly
seinna, „og ég varð að beygja mig
fram til að geta skriðið að rúm-
ræksni, sem hulið var teppi í horni
klefans. Síðan skelltu ræningjarnir
hlera fyrir holugatið, og létu mig
einan með vangaveltum mínum, og
hræðslunni í þessu kolamyrkri“.
Fly var aðeins nýlega kominn á
fætur aftur eftir slæma lungna-
bólgu, og fljótlega fór hann að
skjálfa mikið og hósta illa í þessu
raka, kalda fylgsni. Morguninn eftir
drógu verðir hans hann út úr holu
þessari og fengu honum bedda að
liggja á í auðu herbergi á efri hæð-
inni — og einnig fengu þeir honum
fyrstu máltíð hans — ríflegar sneið-
ar af nautakjöti, kartöflur og te,
sem þeir hituðu yfir stormkyndli.
Einhvern tíma, er liðið var á
þriðju nótt Flys á valdi skærulið-
anna, bundu þeir hann aftur og
blinduðu. Síðan var hann færður í
annað fylgsni, og þar var hann
læstur inni í fjórum sinnum 6,5 feta
stóru búri sem saman stóð af járn-
stöngum, þöktum með vírneti. Þar
innan í var ekkert annað en fletið
til að liggja á og hlandskál. Varla
gat Fly hreyft sig um þarna inni,
en staðið gat hann uppréttur. Hann
teygði á vöðvum sínum, og fannst
ÚRVAL
nú hafa orðið mikil breyting til
batnaðar.
Á meðan þessu fór fram, hafði
forseti Uruguay, Jorge Pacheco Ar-
eco, staðfastlega neitað því að hefja
samningaviðræður við þá sem hann
kallaði „venjulega glæpamenn“.
Skæruliðarnir leyfðu Fly að hripa
nokkur orð á miða, og fjölskyldu
hans til mikils léttis, færðu skæru-
liðarnir henni miðann. Þar stóð á:
„Verið í guðanna bænum ekki ótta-
slegin. Mér líður vel. Biðjið fyrir
mér og bíðið. Ég fæ nóg að borða“.
En þessar góðu fréttir af einu fórn-
arlambi skæruliðanna, lifðu heldur
skammt, því að í vikunni á eftir
bárust fregnir um að Tupamaros
hefðu tekið Dan Mitrione af lífi.
Hann fannst með bundið fyrir augu
og skotinn í höfuðið og bakið liggj-
andi í blóðslettóttum bíl í einu af
miðstéttarhverfunum í Montevideo.
Fly var ókunnugt um örlög Mi-
trione. Og hann var nú farinn að
færa sér búrið sitt sem bezt í nyt,
ganga þar fram og aftur eins og
hægt var, og virða fyrir sér skæru-
liðana fyrir utan. Fram til þessa,
hafði þekking hans á Tupamaros
verið næsta léttvæg, en hann komst
fljótt að því, að skæruliðarnir
(sennilega um 3000 talsins) störfuðu
í fámennum hópum eða starfseind-
um. „Ekki nema einn eða tveir fé-
lagar í hverri eind, þekktu einhvern
í annarri eind. Þannig að ef skæru-
liði var tekinn, gat hann ekki kom-
ið upp um fylgsni annarra", segir
Fly, „þeir ávörpuðu aldrei hver
annan með nafni, heldur sögðu þeir
bara „félagi“, eða eitthvað annað
hliðstætt".