Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 20

Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 20
18 gamla byggingu, og greinilega yfir- gefna. Þar rifu ræningjarnir utan af honum sekkinn, tóku bindið frí augum hans og fjarlægðu böndin. Síðan ráku þeir hann inn í klefa- boru eina, eins konar holu inn í vegginn, enda var klefi þessi neðan við gólfhæð hússins. „Þessi hola var ekki nema þrjú og hálft fet á dýptina“, sagði Fly seinna, „og ég varð að beygja mig fram til að geta skriðið að rúm- ræksni, sem hulið var teppi í horni klefans. Síðan skelltu ræningjarnir hlera fyrir holugatið, og létu mig einan með vangaveltum mínum, og hræðslunni í þessu kolamyrkri“. Fly var aðeins nýlega kominn á fætur aftur eftir slæma lungna- bólgu, og fljótlega fór hann að skjálfa mikið og hósta illa í þessu raka, kalda fylgsni. Morguninn eftir drógu verðir hans hann út úr holu þessari og fengu honum bedda að liggja á í auðu herbergi á efri hæð- inni — og einnig fengu þeir honum fyrstu máltíð hans — ríflegar sneið- ar af nautakjöti, kartöflur og te, sem þeir hituðu yfir stormkyndli. Einhvern tíma, er liðið var á þriðju nótt Flys á valdi skærulið- anna, bundu þeir hann aftur og blinduðu. Síðan var hann færður í annað fylgsni, og þar var hann læstur inni í fjórum sinnum 6,5 feta stóru búri sem saman stóð af járn- stöngum, þöktum með vírneti. Þar innan í var ekkert annað en fletið til að liggja á og hlandskál. Varla gat Fly hreyft sig um þarna inni, en staðið gat hann uppréttur. Hann teygði á vöðvum sínum, og fannst ÚRVAL nú hafa orðið mikil breyting til batnaðar. Á meðan þessu fór fram, hafði forseti Uruguay, Jorge Pacheco Ar- eco, staðfastlega neitað því að hefja samningaviðræður við þá sem hann kallaði „venjulega glæpamenn“. Skæruliðarnir leyfðu Fly að hripa nokkur orð á miða, og fjölskyldu hans til mikils léttis, færðu skæru- liðarnir henni miðann. Þar stóð á: „Verið í guðanna bænum ekki ótta- slegin. Mér líður vel. Biðjið fyrir mér og bíðið. Ég fæ nóg að borða“. En þessar góðu fréttir af einu fórn- arlambi skæruliðanna, lifðu heldur skammt, því að í vikunni á eftir bárust fregnir um að Tupamaros hefðu tekið Dan Mitrione af lífi. Hann fannst með bundið fyrir augu og skotinn í höfuðið og bakið liggj- andi í blóðslettóttum bíl í einu af miðstéttarhverfunum í Montevideo. Fly var ókunnugt um örlög Mi- trione. Og hann var nú farinn að færa sér búrið sitt sem bezt í nyt, ganga þar fram og aftur eins og hægt var, og virða fyrir sér skæru- liðana fyrir utan. Fram til þessa, hafði þekking hans á Tupamaros verið næsta léttvæg, en hann komst fljótt að því, að skæruliðarnir (sennilega um 3000 talsins) störfuðu í fámennum hópum eða starfseind- um. „Ekki nema einn eða tveir fé- lagar í hverri eind, þekktu einhvern í annarri eind. Þannig að ef skæru- liði var tekinn, gat hann ekki kom- ið upp um fylgsni annarra", segir Fly, „þeir ávörpuðu aldrei hver annan með nafni, heldur sögðu þeir bara „félagi“, eða eitthvað annað hliðstætt".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.