Goðasteinn - 01.03.1970, Side 6
öll helztu trúnaðarstörf í hrepps- og sýslufélagi. Hann var alþing-
ismaður, hreppstjóri, hreppsnefndaroddviti, sýslunefndarmaður,
safnaðarfulltrúi og um 20 ár formaður fyrir einu stærsta verzlun-
arfélagi landsins á þeirri tíð“.
Þórður í Hala var tvígiftur. Fyrri kona hans (1869) var Valdís
Gunnarsdóttir frá Sandhólaferju. Seinni kona hans (1879) var
Kristín Gunnarsdóttir, systir Valdísar. Þær voru af hinni velþekktu
Sandhólaferjuætt, sem þekkt var fyrir frábæra snilli í tréskurði og
málmsmíði. Afi þeirra, Bjarni Gunnarsson á Sandhólaferju, sem
nefndur var glímu-Bjarni, var að sögn ágætur tréskeri, og synir
hans, Gunnar og Filippus á Efri-Hömrum í Holtum, lifa enn í
verkum sínum, tréskurði, sem er í röð bins bezta á því sviði
frá 19. öld.
Séra Jón Brynjólfsson í Kálfholti í Holtum (1809-1898) var
giftur Þórunni Bjarnadóttur frá Sandhólaferju. Þau voru barn-
laus. Séra Jón lét af embætti 1886. Fluttu þau hjón þá að Hala
og áttu þar heima til æviloka. Séra Jón var hagmæltur, og hefur
geymzt þó nokkuð af vísum hans um heimilisfólk í Hala og ýmis-
legt, er á daga dreif.
Börn Þórðar og Valdísar voru: Margrét kona Ólafs Ólafssonar
búfræðings í Lindarbæ, Þórunn kona Þorsteins Jónssonar í Meiri-
tungu og Jónína kona Hannesar Þórðarsonar verzlunarmanns.
Börn Þórðar og Kristínar voru: Þórdís kona Bjarna Jónssonar í
Meiritungu, Gunnar kaupmaður í Reykjavík og Sigríður kona
Ingimundar Jónssonar bónda í Hala, síðar kaupmanns í Kefla-
vík. Þórður í Hala dó 1922.
Kristín í Hala var blind síðustu 30 ár ævi sinnar. Á dauðastund
heyrðist hún segja: „Hvaðan kemur öll þessi blessuð birta?“ og
svo virtist hún tala við einhvern vin: „Hefurðu séð hann Þórð
minn?“ Það voru hennar síðustu orð.
Þórdís í Meiritungu er nú ein á lífi af börnum Þórðar í Hala,
fædd 20. okt. 1885. Er ihún ein af fáum til frásagna um heimilið i
Hala undir lok 19. aldar, og lýsing hennar á heimilisháttum þar
er eigi ómerkur þáttur þjóðhátta frá þeim tíma, er hvert heimili
var ríki út af fyrir sig, ef svo mætti segja, sjálfu sér nóg um
flesta hluti.
4
Goðasteinn