Goðasteinn - 01.03.1970, Side 9

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 9
Spil voru oft til dægradvalar. Bezt man ég eftir púkki, pikket, alkorti og lomber. Karlmennirnir komust aldrei undan því á sunnudagskvöldum á vetrum að spila við sr. Jón. Ólafur heitinn í Hjálmholti kom oft á sunnudögum, þegar gott var reiðfæri á vetrum, og gisti. Var þá spilaður lomber langt fram á nótt. GAMLl BÆRINN Góð húsakynni voru í Hala, eftir því sem gerðist í þá daga um sveitabæi. Vestast í bæjarrönd var skemma með lofti. I skemm- unni var oft unnið að smíðum, og þar voru geymd allskonar smíðaáhöld. Fyrir gafli var djúp gryfja niður í gólfið, geymsla fyrir jarðarávöxt. Á skemmulofti var harðæti, skreið og hausar ,og margt annað, ætt og óætt. Smiðja var austan við skemmuna. Austan við smiðjuna var baðstofan, og var breitt sund á milli. Baðstofan var undir skarsúð. Hún var þrískipt. 1 norðurendanum var svonefnt norðurhús, íveruherbergi sr. Jóns og maddömu Þórunnar. Þar bjuggu þau að sínu að nokkru leyti, og aldrei var sr. Jón svo á vegi staddur að eiga ekki ögn á kútnum til að gleðja þá, sem litu inn til hans. Suðurhúsið var hjónaherbergi. Miðhlut- inn var baðstofa. I henni var íbúð vinnufólksins. Baðstofuhúsið var endurbyggt og stækkað eftir jarðskjálftana 1896. í baðstofunni voru sex fastarúm. Tveir gluggar voru á vesturhlið baðstofunnar, annar beint á móti dyrum og undir honum borð. Einn gluggi var vestan á suðurhúsi og annar vestan á norðurhúsi. I norðurhúsið fluttum við systkinin og Jóhanna móðursystir okkar eftir lát sr. Jóns, 1898. Kjallari var undir baðstofu. Austan við baðstofu voru bæjardyr, óþiljaðar en með timbur- gólfi. Austur frá bæjardyrum var stofuhús. Stofan var með blá- máluðum þiljum og hvítu lofti. Norður af henni var svefnherbergi. 1 stofunni voru tvö skatthol, annað í eigu sr. Jóns. Bæði voru þau með útskornum hurðum undir halllokinu, verk Sandhólaferju- manna. í stofunni voru stólar, sóffi og borð. Stórt geymsluloft var yfir stofunni. Þar voru fatakistur og kornkistur, íslenzkar að smíði. Tveir gluggar voru framan á stofunni. Ekkert loft var í bæjardyrum. Fatasnagar voru þar báðum megin, er inn var komið. Inn af bæjardyrum var eldhúsið. Það Goðastehm 7

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.