Goðasteinn - 01.03.1970, Side 12

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 12
Allur fatnaður var heimasaumaður. Hvít strigaföt úr mjúkum, þéttum striga voru saumuð á karlmennina fyrir vertíðina. Það voru hlý og góð föt, vaðmálsskyrta, ullarpeysa og strigajakki. Oft var staðið við slátt í strigajakka en líka oft á skyrtunni, ef hlýtt var í veðri. Frá okkur fóru fjórir og fimm karlmenn í ver á hverri vertíð, og pabbi var formaður við sandinn. Heima voru unnar lóðir og net. Öll silunganet og allar selanætur voru riðin heima; lóðirnar voru úr snærum. Tóvinna var aldrei unnin á sunnudögum. Þá máttu stúlkurnar vinna í eigin þágu að vild. Leifar af gömlum fatnaði og gömlum klæðaburði héldust fram á mína daga. I Háfi bjó Margrét systir Þorbjarnar á Blcsastöðum í Flóa með manni sínum, Þorgeiri Sigurðssyni, myndarkona í sjón og raun. Við altarisgöngur í Háfskirkju bar hún gamla skautið, sem þá var farið að kalla skuplu í óvirðingarskyni. Á öðrum messudögum klæddist hún svartri hempu með flosuðum borðum. Jóhanna móðursystir borðaði spónamat úr aski með fallega gröfnu loki, og nokkrir fleiri askar voru til á heimilinu. Hver maður átti sinn spón. ísak Sigurðsson í Miðkoti í Landeyjum smíðaði tólf spæni fyrir mömmu, allt nautshyrninga. Hann smíð- aði líka tvo litla spæni handa mér og Sigríði systur minni. Allir voru spænirnir með rósaflúri á sköftunum. Alltaf var lýsislampi í eldhúsi og fjósi. Á sumrin var tínd fífa í kveiki í tvo, þrjá smápoka. Hafði eldhússtúlkan það starf að tæja fífuna og snúa hana í kveiki. Lýsislamparnir voru steyptir úr kopar. Sellýsi var notað á lampana. Tólgarkerti voru steypt í móti, þegar fór að hausta að. Fyrir jólin voru steypt strokkkerti fyrir heimilið og kirkjuna, en faðir minn var kirkjuhaldari. Kóngakerti voru steypt á altarið fyrir jólamessuna. Raunar var ekki alltaf messað í Háfi um jóladagana, en þá féll messa venjulega á nýársdag. Það var gömul venja að gefa börnunum, sem komu til hátíðamessunnar um jól eða nýár, kertastubbana, sem eftir voru í stjökum og ljósahjálmi, þegar messan var úti. Faðir minn afhenti börnunum þann glaðning. Hver heimilismaður fékk sitt jólakerti á aðfangadagskvöld. Ekk- 10 Goðasteirm

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.