Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 12

Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 12
Allur fatnaður var heimasaumaður. Hvít strigaföt úr mjúkum, þéttum striga voru saumuð á karlmennina fyrir vertíðina. Það voru hlý og góð föt, vaðmálsskyrta, ullarpeysa og strigajakki. Oft var staðið við slátt í strigajakka en líka oft á skyrtunni, ef hlýtt var í veðri. Frá okkur fóru fjórir og fimm karlmenn í ver á hverri vertíð, og pabbi var formaður við sandinn. Heima voru unnar lóðir og net. Öll silunganet og allar selanætur voru riðin heima; lóðirnar voru úr snærum. Tóvinna var aldrei unnin á sunnudögum. Þá máttu stúlkurnar vinna í eigin þágu að vild. Leifar af gömlum fatnaði og gömlum klæðaburði héldust fram á mína daga. I Háfi bjó Margrét systir Þorbjarnar á Blcsastöðum í Flóa með manni sínum, Þorgeiri Sigurðssyni, myndarkona í sjón og raun. Við altarisgöngur í Háfskirkju bar hún gamla skautið, sem þá var farið að kalla skuplu í óvirðingarskyni. Á öðrum messudögum klæddist hún svartri hempu með flosuðum borðum. Jóhanna móðursystir borðaði spónamat úr aski með fallega gröfnu loki, og nokkrir fleiri askar voru til á heimilinu. Hver maður átti sinn spón. ísak Sigurðsson í Miðkoti í Landeyjum smíðaði tólf spæni fyrir mömmu, allt nautshyrninga. Hann smíð- aði líka tvo litla spæni handa mér og Sigríði systur minni. Allir voru spænirnir með rósaflúri á sköftunum. Alltaf var lýsislampi í eldhúsi og fjósi. Á sumrin var tínd fífa í kveiki í tvo, þrjá smápoka. Hafði eldhússtúlkan það starf að tæja fífuna og snúa hana í kveiki. Lýsislamparnir voru steyptir úr kopar. Sellýsi var notað á lampana. Tólgarkerti voru steypt í móti, þegar fór að hausta að. Fyrir jólin voru steypt strokkkerti fyrir heimilið og kirkjuna, en faðir minn var kirkjuhaldari. Kóngakerti voru steypt á altarið fyrir jólamessuna. Raunar var ekki alltaf messað í Háfi um jóladagana, en þá féll messa venjulega á nýársdag. Það var gömul venja að gefa börnunum, sem komu til hátíðamessunnar um jól eða nýár, kertastubbana, sem eftir voru í stjökum og ljósahjálmi, þegar messan var úti. Faðir minn afhenti börnunum þann glaðning. Hver heimilismaður fékk sitt jólakerti á aðfangadagskvöld. Ekk- 10 Goðasteirm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.