Goðasteinn - 01.03.1970, Page 29

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 29
cinnig kindavon, þcgar kominn er snjór. Ég kom svo til félaga minna í Hvanngili, og höfðum við hvergi orðið kinda varir. Nú fórum við í Álftaskarð, þar sem hesturinn og lömbin voru, og fórum þaðan um kl. 2 e.h. Þá var gott veður en snjórinn fylli- lega í hné. Urðum við að bera lömbin öðru hvoru. Þegar við komum vestur í Sátubotna, innst og austast í Sátu, fundum við þrjú lömb til viðbótar. Voru þau frísk fyrst en gugnuðu fljótlega, svo við urðum einnig að fara að bera þau til skiptis. Áfram héld- um við vestur á miðjan sandinn fyrir austan Launfit. Er þar gcysistór hvammur með talsverðu grasi, vestur við Markarfljót. Varð Óskar að fara þar til suðvesturs til að reyna að ná í lömbin, sem ég sá í Fljótsgilinu í innúrleið. Hann var yngstur okkar og ciltölulega stutt frá því hann hafði verið skorinn upp við kvið- sliti, svo við vildum hlífa honum við að bera lömbin. Undir kvöld komum við Guðmundur vestur að Fljótinu á Laun- fit og bárum lömbin þar yfir, sem gekk vel, því vatn var lítið í farveginum. Vcstan við Fljótið þarna er mjög hár sandhryggur og framan í honum talsvert hár hamar. I hamrinum er mannhæðahá skora, lokuð í norðurendann. Einhvern tíma hefur verið gert yfir skoruna og hurð sett fyrir framendann. Hryggurinn er kallaður Standur en skoran „kofinn í Standinum". Þar geta legið tveir menn og gerðu stundum í síðustu leit, en þar var vont að vera. Við settum lömbin í þenna kofa cn bundum hestinn við stein. Fórum við Guðmundur svo norðvestur með Fljótinu, í svokallað Hvannstóð. Er þar hamrabelti sunnan við Fljótið og talsverð grasbrekka neðan við hamarinn. Oft eru þar kindur, þegar kominn er snjór, en enga fundum við. í bakaleiðinni fór að frjósa, og kom fljótlega renningsbylur. Þegar við komum þar að, sem hesturinn var og lömbin, var Óskar ókominn. Var þá skollið á myrkur og farið að drífa í þokkabót. Við Guðmundur fórum þegar suður með Fljótinu all- langan veg, unz við mættum Óskari. Var hann lambalaus sem von var, því þar sem lömbin voru, er stallur við stall, og geta kindur komizt þar sitt á hvað, og þarf venjulega tvo menn til að ná þaðan kindum. Við fórum svo í áfangastað, en þá var kominn mjög vondur bylur, sem stóð þá nótt og næsta dag og næstu nótt Goðasteinn 27

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.