Úrval - 01.04.1977, Page 38
36
ÚRVAL
útblástursopin. Svo sást nafnið
, John F. Kennedy, ’ ’ sem málað var á
hana.
Holifield rýndi í gegnum hitt
útsýnisaugað og sá, að þotan var
reyndar flækt í togvörpu, sem hafði
augsýnilega dregið hana úr fyrri stað.
En togarinn hafði reyndar ekki verið
rússneskur, því flothylkin á vörpunni
vom merkt: „Framleitt í Grimsby,
Englandi.”
Holifield sá, að flugvélin virtist
heil. En þegar hann skoðaði hana
nánar svolitlu síðar, varð hann alveg
miður sín við nýja uppgötvun: Fönix-
flugskeytið var hotfið. Það var alveg
eins þýðingarmikið fyrir flotann að
ná því og þotunni og AWG-9 skot-
stjórnunarkerfi hennar. Holifield
smndi þungan. ,,Nú höfum við tvö
vandamál við að glíma,” tilkynnti
hann yfirmönnum „Sunbird.”
Mér þykir leitt að verða
að tilkynna ykkur, en....
Með hjálp vélararms, sem stendur
fram úr stefni dvergkafbátsins, vafði
Holifield 10 metra löngu nylon-
hengi, sem var 8 sm í þvermál, utan
um hluta af lendingarútbúnaði þot-
unnar og festi það vel. Nú átti norskt
köfunarskip, ,, Constmctor’ ’ að
nafni, að láta síga niður nylonkaðal,
sem dvergkafbáturinn átti síðan að
festa við nylonhengið. En nú var
orðið svo ókyrrt í sjó þarna upp, að
það var ómögulegt að halda norska
skipinu kyrm, og því var ekki hægt
að láta nylonkaðalinn síga frá því
niður á réttan stað.
Fjómm dögum síðar hafði sjórinn
loks kyrrst nægileg til þess, að unnt
var að láta nylonkaðalinn síga niður
og fesm mennirnir í dvergkafbátnum
hann skjótt við nylonhengið. Síðan
lét norska skipið ,,Oil Harrier”
nylonkaðalinn eftir, en það var breskt
skip, sem bandaríski flotinn hafði
tekið á leigu, búið sérstaklega
sterkum vindun. Svo fór breska
skipið að lyfta þotunni, sem vó 20
tonn.
Robert B. Gibson, skipstjóri, 44
ára, frá Norfolk í Virginíufylki, stóð í
brúnni á „Shakori,” sem valt
illilega, en hann hafði með höndum
yfimmsjón með björgunarstarflnu.
Nú gerðist hann mjög áhyggjufullur.
Nylonkaðalinn gat þolað 80 tonna
átak, en Giþson þarst orðsending frá
talstöð,,Oil Harrier”, um að hinn
ókyrri sjór gerði það að verkum, að
álagið á nylonkaðalinn væri orðið allt
of mikið. Það var farið að rjúka úr
kaðlinum vegna núningsins við
vinduna. Skyndilega var hrópað:
,, Allir burt frá kaðlinum!” Nylon-
kaðallinn slitnaði nú og vom átökin
slík, að skipið hristist til. Og þotan
steyptist nú aftur niður á hafsbotn.
„Sunbird” tilkynnti mönnunum í
dvergkafbátnum í hljóðskynjunar-
símann ,,Mér þykir leitt að verða að
tilkynna ykkur, en...
Mennirnir i dvergkafbátnum festu
nú annan nylonkaðal við nylonheng-
ið, og átti sá að þola 120 tonna átak.
Og enn byrjaði að ískra í hinum
kraftmiklu vindum breska skipsins.