Goðasteinn - 01.09.2013, Side 117

Goðasteinn - 01.09.2013, Side 117
115 Goðasteinn 2013 Kvæðamaðurinn Flytjandinn nefndist kvæðamaður. Góðir kvæðamenn voru eftirsóttir og kærkomnir gestir. Þeir skemmtu fólki með list sinni, kveðskapnum og sögunni, sem sögð var í rímunni. Bestu kvæðamenn gátu jafnvel lifað af því að ferðast um og skemmta. Jón lárusson frá Hlíð á Vatnsnesi var annálaður kvæðamað- ur. Hann fór suður um land ásamt börnum sínum þremur haustið 1928 og kvað margsinnis fyrir fullu húsi í Reykjavík og Hafnarfirði. Seldur var aðgangur að kveðskapnum. tekjurnar urðu svo góðar, að þær léttu honum kaup á jörð sinni Hlíð. Flutningur kvæðalaganna og beiting raddarinnar var sérstæð fyrir hvern og einn kvæðamann. Segja má að raddbeitingin væri stundum mitt á milli þess að vera tal og söngur. Benedikt Jónsson bóndi á Auðnum í laxárdal í Þing- eyjarsýslu, faðir Huldu skáldkonu (unnar Bjarklind) segir í bréfi til sr. Bjarna Þorsteinssonar, að hver kvæðamaður fari eftir sínu höfði, þegar hann kveður og að hver kvæðamaður setji sitt mark á kvæðalögin sem hann flytji. Því megi segja að hver maður hafi sitt kvæðalag, þó ekki alltaf eins, heldur breytist það eftir efni. Þegar farið var að skrásetja og hljóðrita kvæðalögin dró úr þessum sérkennum einstakra kvæðamanna. Menn spiluðu upptökurnar og líktu eftir flutningnum þar til stemman hafði lærst. Svigrúm er þó eftir sem áður fyrir túlkun kvæðamannsins og mismunandi flutning. Benedikt skipti kvæðalög- unum í þrjá flokka. Í fyrsta lagi þau, sem kveðin eru við lausavísur: stakar vísur eða stutta vísnaflokka svo sem hestavísur, siglingavísur, ástavísur o.s.frv. Þau kvæðalög eru yfirleitt fallegari en önnur kvæðalög, ná yfir stærra tónsvið jafnvel heila áttund eða meira og lærast betur, ganga lítið breytt frá manni til manns. Sumar þessar stemmur eru landskunnar. Í öðru lagi eru það svo hin eiginlegu rímnalög, sem notuð voru, þegar kveðnar voru langar rímur heilar kvöldvökur, jafnvel kvöld eftir kvöld. Þau lög taka yfir örfáa tóna, eru létt- ari að kveða en fábreyttari, en eru ekki eins falleg finnst sumum. Þau eru oft bætt upp með skrauti trillum, hljómbreytingum og misjöfnum áherslum. Góður kvæðamaður breytti stöðugt til eftir efni rímnanna, svo að stundum var eins og hann kvæði hverja vísu með nýju lagi. Í þriðja flokknum, sem Benedikt tilgreinir eru stemmur, sem menn ,,raula” í hálfum hljóðum og rólega við verk sitt eða amstur og hugrenningar. Séra Bjarni segir að ýmsir kvæðamenn hafi sérstök kvæðalög, sem þeir hafi ávallt eins við sama bragarhátt. Ef þau þykja falleg lærir alþýða þessi lög. Þau lög eru þá kennd við þann ákveðna kvæða- mann. Eins eru sum kvæðalög kennd við vissar sveitir eða héruð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.