Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 117
115
Goðasteinn 2013
Kvæðamaðurinn
Flytjandinn nefndist kvæðamaður. Góðir kvæðamenn voru eftirsóttir og
kærkomnir gestir. Þeir skemmtu fólki með list sinni, kveðskapnum og sögunni,
sem sögð var í rímunni. Bestu kvæðamenn gátu jafnvel lifað af því að ferðast
um og skemmta. Jón lárusson frá Hlíð á Vatnsnesi var annálaður kvæðamað-
ur. Hann fór suður um land ásamt börnum sínum þremur haustið 1928 og kvað
margsinnis fyrir fullu húsi í Reykjavík og Hafnarfirði. Seldur var aðgangur að
kveðskapnum. tekjurnar urðu svo góðar, að þær léttu honum kaup á jörð sinni
Hlíð. Flutningur kvæðalaganna og beiting raddarinnar var sérstæð fyrir hvern
og einn kvæðamann. Segja má að raddbeitingin væri stundum mitt á milli þess
að vera tal og söngur. Benedikt Jónsson bóndi á Auðnum í laxárdal í Þing-
eyjarsýslu, faðir Huldu skáldkonu (unnar Bjarklind) segir í bréfi til sr. Bjarna
Þorsteinssonar, að hver kvæðamaður fari eftir sínu höfði, þegar hann kveður
og að hver kvæðamaður setji sitt mark á kvæðalögin sem hann flytji. Því megi
segja að hver maður hafi sitt kvæðalag, þó ekki alltaf eins, heldur breytist það
eftir efni. Þegar farið var að skrásetja og hljóðrita kvæðalögin dró úr þessum
sérkennum einstakra kvæðamanna. Menn spiluðu upptökurnar og líktu eftir
flutningnum þar til stemman hafði lærst. Svigrúm er þó eftir sem áður fyrir
túlkun kvæðamannsins og mismunandi flutning. Benedikt skipti kvæðalög-
unum í þrjá flokka. Í fyrsta lagi þau, sem kveðin eru við lausavísur: stakar
vísur eða stutta vísnaflokka svo sem hestavísur, siglingavísur, ástavísur o.s.frv.
Þau kvæðalög eru yfirleitt fallegari en önnur kvæðalög, ná yfir stærra tónsvið
jafnvel heila áttund eða meira og lærast betur, ganga lítið breytt frá manni til
manns. Sumar þessar stemmur eru landskunnar. Í öðru lagi eru það svo hin
eiginlegu rímnalög, sem notuð voru, þegar kveðnar voru langar rímur heilar
kvöldvökur, jafnvel kvöld eftir kvöld. Þau lög taka yfir örfáa tóna, eru létt-
ari að kveða en fábreyttari, en eru ekki eins falleg finnst sumum. Þau eru oft
bætt upp með skrauti trillum, hljómbreytingum og misjöfnum áherslum. Góður
kvæðamaður breytti stöðugt til eftir efni rímnanna, svo að stundum var eins
og hann kvæði hverja vísu með nýju lagi. Í þriðja flokknum, sem Benedikt
tilgreinir eru stemmur, sem menn ,,raula” í hálfum hljóðum og rólega við verk
sitt eða amstur og hugrenningar. Séra Bjarni segir að ýmsir kvæðamenn hafi
sérstök kvæðalög, sem þeir hafi ávallt eins við sama bragarhátt. Ef þau þykja
falleg lærir alþýða þessi lög. Þau lög eru þá kennd við þann ákveðna kvæða-
mann. Eins eru sum kvæðalög kennd við vissar sveitir eða héruð.