Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Qupperneq 7

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Qupperneq 7
5 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 og Markúsi Einarssyni um borð í fisktökuskip úti á höfn og gátum við talið skipstjórann, sem var sænskur, á að koma upp að Norð- urgarðinum um háflæði ef Víglundur lóðsaði og tæki alla ábyrgð á skipinu. Þetta tókst allt vel og hygg ég að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem stórt skip lagðist að Norðurgarðinum og var af- greitt þar en veður var mjög gott er það gerðist. Húsakostur og raflýsing Á göngu minni um Olafsvík þennan dag sýndist mér húsakost- ur víðast hvar nokkuð góður og mun betri en t.d. á Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem ég hafði farið um nýlega. Taldist mér til að um 40 ný hús eða íbúðir hefðu verið reist hér síðustu 10 árin. Um kvöldið vakti það athygli mína að ljós voru slökkt á mið- nætti í öllu þorpinu en þá var ljósorka fengin frá dieselvél í frystihúsinu, og til að spara var drepið á mótornum yfir nóttina og ekki kveikt aftur fyrr en vinnu- tími var að hefjast að morgni dags. Notuðu menn því olíu- lampa eða kerti ef á þurfti að halda að næturlagi. Ef hins vegar var kona að fæða barn eða sérstak- lega stóð á voru rafmagnsljós höfð á alla nóttina. Einnig yfir vertíð- ina voru alltaf höfð ljós allan sól- arhringinn. Það var ekki fyrr en með tilkomu Fossárvirkjunar haustið 1954 sem þetta breyttist. Hafin störf - Sjómannatékkarnir Næsta dag hóf ég störf á skrif- stofu Kaupfélagsins Dagsbrún er hafði starfað í nærri 10 ár og var þá undir stjórn Alexanders Stef- ánssonar sem var einn dugmesti framkvæmdamaður Ólsara á þess- um tíma. Meðal annars gegngdi ég störfum gjaldkera. Það varð til þess að á skömmum tíma- næstu vikum og mánuðum, kynntist ég nöfnum flestra sjómanna á staðn- um, fjölskyldum þeirra og nöfn- um útgerðarmanna. Þetta stafaði af þeim sérstöku aðstæðum að enginn banki var á staðnum en góður sparisjóður, sem samt sem áður hafði ekki afl eða aðstæður til að liggja með mikið af seðlum. Nú háttaði svo til að útgerðar- mennirnir borguðu sínum sjó- mönnum út mánaðartryggingu með ávísun sem var kr. 3.000,- á mánuði ef ég man rétt árið 1953. Ávísuninni þurfti að skipta, en vegna seðlaleysis sparisjóðsins, komu konur sjómannanna eða börn þeirra í Dagsbrún til að kaupa til heimilisins og borguðu með stóru ávísuninni. Dagsbrún hafði heldur ekki peningaseðla til að leysa inn ávísunina og var því algengast að málið væri leyst með því að ef borgað var með kr. 3000,- ávísun fékk sá hinn sami aðra ávísun til baka upp á kannski 2.500,- og peninga fyrir mismun á úttekt og tvö þúsund og fimm- hundruð krónunum. - Stundum jafnvel framleiddi sparisjóðurinn 500 og 1000 króna ávísanir sér- staklega ætlaðar tii að nota sem skipti ávísanir.-Börnin eða konan urðu að skrifa framsal á ávísunina sem var stíluð á sjómanninn og gefin út af útgerðarmanninum því á venjulegum opnunartíma versl- ana voru flestir sjómennirnir í róðri. Þannig sá ég strax á fleygi- ferð allra þessara ávísana, nöfn sjómannanna, eiginkvenna þeirra eða barna, auk útgerðarmannsins og þá um leið á hvaða bát við- komandi sjómaður væri og þekkti því flesta Ólsara með nafni eftir fyrstu vertíðina. Skipstjórar og bátar 1953 Á fyrstu vetrarvertíðinni 1953 var afli tregur. Landhelgin hafði þá nýlega verið færð út í 4 mílur og áhrifa þeirrar aðgerða enn ekki farið að gæta. Minnist ég þess að einn skipstjórinn hafði orð á því við mig að hann yrði aldeilis ánægður ef honum tækist að fiska 500 tonn á vertíðinni, en honum tókst það því miður ekki þá en bætti um betur síðar. Oft voru Jónas Guðmundsson. landlegur þennan vetur og tíð rysjótt og ennþá sá siður að sjó- menn söfnuðust saman utan við verslanirnar í Ólafsvík, eða inni í þeim og stóðu þar oft lengi dags á skrafelsi og spáðu í veðrið, veiði- horfur og fréttir dagsins sem gengu manna á meðal. Eirt sinn er svo stóð og ég kom að Dags- Höfnin í Ólafsvík um miðjan 6. áratuginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.