Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 8

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 8
6 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 brún þá tók sig einn út úr hópn- um vék sér að mér og sagði: “Sæll Asgeir, við höfum víst sést áður.” Þetta var maður nokkuð dökkur yfirlitum og veðurbarinn með nef- tóbakstauma - mér virtist hann geta verið kominn undir fertugt. I fyrstu kannaðist ég ekkert við manninn, en er ég leit í brún augu hans þá kom smá skíma í hug- skotið, og það rann upp fyrir mér að hér var kominn sá fallegi piltur, Jónas Guðmundsson, sem ég hafði séð 5 árum áður á síldarböll- um norður á Húsavík og haft af lítilsháttar kynni. Nú var hann rösklega tvítugur orðinn útgerðar- maður og skipstjóri á m/b Fylki, og ljóst að skipstjórn og sjósókn frá Ólafsvík settu sannarlega “á manninn mark - meitluðu svip og stældu kjark” eins og segir í kvæð- inu um Stjána bláa. Enda frétti ég að sumrinu áður hefði hann lent í þeirri mannraun að missa mann - Eggert Ingimundarson - út af öðrum bát er Jónas var þá með en barg öllu heilu í land með dyggi- legri aðstoð Jóns bróður síns er þá Jón Steinn Halldórsson. var 17 ára gamall. Jón staltk sér til sunds út af bátnum og náði til Eggerts og voru báðir hífðir um borð af Jónasi og öðrum bátsverja. Fyrir björgunarafrek sitt var Jón sæmdur afreksbikar sjómanna- dagsins það ár er þetta mikla afrek var unnið. Stjórnarfundir voru haldnir í Kaupfélaginu Dagsbrún á skrif- stofu kaupfélagsstjórans og spjall- aði ég þá stundum við stjórnar- menn áður en fundir hófust. Kynntist ég þá tveim öðrum skip- stjórum, Guðmundi Jenssyni sem þá var með m/ b Egil, en sá bátur lagði þá upp fisk sinn hjá Kaupf. Dagsbrún sem verkaði aflann í saltfisk og skreið í langa húsinu er gekk út frá gamla pakkhúsinu sem enn stendur og Víglundi Jónssyni sem þá var sína síðustu vertíð skipstjóri á m/b Fróða. Guð- mundur kom mér fyrir sjónir sem sérlega spaugsamur og skemmti- legur maður sem gaman var að blanda geði við, en alvörumaður þegar mikið lá við og traustur sjó- maður sem ætíð sfyrði fari sínu Óskum sjómönnum í Snœfellsbœ til (laminijju með daginn og semlum jjölsbyldum jjeirra okkar bestu kvecfjur Við Norðurtanga • Ólafsvík • Snæfellsbæ Sírni: 436 1440 • Fax: 436 1342 Sjómenn! Til hamingju með daginn! Er með til sölu úrvalstœlá frá: Raytheon Electronics Apelco K®DEN KODEN ELECTRONICS CO., LTD. DAINJCALL^ NOKIA CONNECTING PEOPLE GflRMIN wran. § ) SIGURJÓN BJARNASON jjN LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Engihlíð 14, Ólafsvík ■ S. 436 1458 GSM 892 5422

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.