Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 11
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 9 þann atburð og björgun Þórðar hefur svo mikið verið skrifað á öðrum vettvangi að það verður ekki hér um fjallað. Aðeins þess minnst að þá var sá frægi sjósókn- ari Sigurður Kristjónsson frá Bug að hefja sinn mikla og fræga skips- stjórnarferil. Það var því skarð fyrir skildi er hann flutti síðar um áramótin 1957-58 út á Hellissand og tók þar við bát, en á sama tíma flutti Leifur Jónsson sem var mik- ill aflaskipstjóri í Óiafsvík einnig út á Sand. Fannst mér mikil eft- irsjá í þeim báðum fyrir plássið. Um haustið 1954 var enn mikil síldveiði í reknet og síldin söltuð, fryst og brædd en þá hafði hrað- frystihús Ólafsvíkur komið sér upp síldar og fiskimélsverksmiðju. Tveir nýir bátar komu til Ólafs- víkur 37 og 39 tonn að stærð. Vetrarvertíðin 1955 var mikið ævintýri og allt árið mikið at- hafnaár í sögu Ólafsvíkur. I byrj- un febrúarmánaðar gerði miklar stillur sem stóðu í 3 vikur. Fisk- afli var meiri en nokkru sinni hafði þekkst á línu á þessum slóð- um. Dag eftir dag komu bátarnir drekkhlaðnir að landi með 15-28 tonn í róðri og unnið var í fisk- móttökum mestan hluta sólar- hringsins og þrátt fyrir að 170 að- komumenn væru komnir á stað- inn hafðist varla undan að vinna fiskinn. Er törninni lauk, lögðust einstaka aðilar í rúmið vegna of- þreytu og man ég eftir einum sem lá í tvær vikur - enda var hann einn tekjuhæsti maðurinn af land- verkafólkinu. I iok febrúar voru Ólafsvíkurbátar aflahæstubátar yfir allt landið það sem af var vertíð. ólafsvíkurbíó Jafnvel vin- sælasta afþreying heimamanna bíó- sýningar í Sam- komuhúsinu voru aflagðar vikum saman þar sem enginn hafði tíma til að sjá bíómynd- ir. - Ólafsvíkur- bíó var annars sér- stakur hluti af menningu staðar- ins. Það var undir stjórn Ottós Árnasonar, en sýningarmenn þeir Þórður Þórðarson og Eyjólfur Magnússon. Aðeins ein sýningar- vél var í húsinu, en hver bíómynd 5 spól- ur. Voru því að minnsta kosti 4 hlé í hverri sýningu og voru þá öll ljós kveikt í salnum og menn spjölluðu saman, gáfu hver öðrum í nefið og ræddu um framvindu myndarinnar. Var Halldór heitinn Jóns- son, útgerðarmaður mjög virkur og hávær við útskýringar á myndunum og spáði ótæpilega í úrslit bar- daga sem háðir voru í kúrekamyndunum og öðrum bar- dagamyndum en oft greindi menn á um slíka spádóma. Ann- ars var það þverskurður af Ólsur- um og aðkomumönnum er sóttu bíóið og stórkostlega gaman að sitja í þeim hópi og fylgjast með hvernig fólkið naut samverunnar við þessar aðstæður. Þarna var svo frjálslynt og skemmtilegt and- rúmsloft að bíóstjórinn hikaði ekki við að stöðva sýningarvélarn- ar og hafa auka- hlé ef sérstakar fregnir höfðu borist í 10 frétt- um kvöldsins. Man ég sérstak- lega eftir því, að eitt sinn er Frið- rik Ólafsson stórmeistari í skák var í harðri skákkeppni er- lendis að klukk- an rúmlega 10 á bíósýningu stöðvaðist skyndilega sýn- ingarvélin, ljós- in í salnum voru kveikt og Ottó stakk höfðinu út um sýningar gatið og kallaði yfir salinnf’Friðrik vann”, síðan voru ljósin slökkt aftur og sýningin hófst að nýju. Varðandi þessar sérstöku bíósýningar í Ólafsvík vil ég að lokum segja, að kona ein sem fór í brúðkaupsferð með manni sínum um mest allt Island á þessum árum, sagði mér að skemmtilegasta atvikið í ferðinni hefði verið að fara á bíósýningu í Ólafsvík! En í þessu samkomu og bíóhúsi var að sjálfsögðu dansað og tuskast á laugardagskvöldum eins og gengur. Var því ráðinn lög- reglumaður til starfa í Ólafsvík í fyrsta sinn á vertíðinni 1956 og var það sómamaðurinn Arnþór Ingólfsson, er síðar varð yfirlög- regluþjónn í Reykjavíkurlögregl- unni. Hann hóf þarna sinn langa og farsæla starfsferil og náði sér í konuefni í Kaupfélagi Ólafsvíkur í leiðinni. Hrönn SH 149, fyrsti báturinn í Ólafsvík með hverfirúðu. RARIK tífrzvtcU Skrifstofa Ólafsvík, sími: 436 1265 Bilanatilkynningar: 438 1624
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.