Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 14

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 14
12 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Ólafur Jens Sigurðsson: HRAÐFRYSTIHÚS HELLISSANDS Seinni hluti: -árin frá 1950 Framkvæmdastjórn Rögnvaldar Ólafssonar. Þáttaskil í rekstrinum árið 1950 Það hefur áður komið fram í fyrri þætri þessarar sögu Hrað- frystihúss Hellissands að árið 1950 urðu ákveðin þáttaskil í rekstri fyrirtækisins. Heimamenn voru að mestu horfnir úr stjórn þess og það fjármagn sem barst því til uppbyggingar kom ekki lengur frá heimamönnum heldur sunnan úr Reykjavík. A aðalfundi sem haldinn var 10. september 1950 var fyrirtækinu kosin ný stjórn og var kosinn stjórnarfor- maður Sigurður Agústsson alþing- ismaður Stykkishólmi. Virðist Sigurður sitja sem formaður í nær tvo áratugi. Einnig voru kosnir í stjórn þeir Haraldur Ágústsson, stórkaupmaður úr Reykjavík, bróðir Sigurðar, Kristján Jóhann Kristjánsson, forstjóri Kassa-gerð- arinnar í Reykjavík, Steingrímur Arnason, fiskverkandi í Keflavík og Hreinn Pálsson forstjóri BP, Olíuverslunar Islands í Reykjavík. Meðal varamanna í stjórn má að- eins greina einn heimamann, Guðmund Einarsson í Klettsbúð en aðrir varamenn voru Óli J. Ólason, skókaupmaður í Reykja- vík og Steingrímur Magnússon forstjóri Fislvhallarinnar í Reykja- vík. Heimamenn hafa að líkindum verið orðnir vonlitlir um að geta haldið rekstri fyrirtækisins áfram. Um eins árs skeið hafði það ekki verið starfrækt og fjármagn skorti til að koma því aftur af stað. Hellissandi fór hnignandi vegna lélegra samgangna bæði á sjó og landi. Hafnarskilyrði í Krossavík voru slæm og vegasamband við staðinn nánast ekkert utan þess að fara mátti á duglegum bílum und- ir Enni á svonefndum forvaða. Þetta var mjög í samræmi við það sem var að gerast í málum hrað- frystihúsa víða annarsstaðar í landinu. I Flatey á Breiðafirði hafði Gísli Jónsson, alþingismað- ur Vestfirðinga, ásamt heima- mönnum lagt í byggingu hrað- frystihúss sem aldrei var starfrækt nema að nokkru leyti og það mörgum árum eftir smíði þess. En á þessum tíma fara að heyrast hér vestra háværar raddir um að- gerðir og endurbætur til að hamla gegn fólksflótta og samdrætti. Þær raddir náðu inn á Alþingi ísiend- inga. Sett höfðu verið lög um byggingu landshafnar í Rifi og áhugi manna fyrir því að leggja veg fyrir Jökul fór vaxandi á þess- um árum. Það fjármagn sem í Hraðfrysti- húsi Hellissands lá hefur sennilega verið dlkomið með tvennum hætti að mestu leyti. I fyrsta lagi höfðu heimamenn lagt mikið á sig við að koma þessu óskabarni sínu á laggirnar og lagt fram mikla vinnu sem ýmist var látin falla niður eða greidd með hlutabréf- um sem vægast sagt voru vonar- peningur á þeirri tíð. Neshreppur utan Ennis hafði lagt fyrirtækinu til fé og gengist í ábyrgðir fyrir það og varð það síðar að hlutafjár- eign hreppsins í fyrirtækinu sem síðan var seld löngu síðar Kassa- gerð Reykjavíkur. En bolmagn til að endurreisa þetta fyrirtæki og halda gangandi var ekki að finna heima fyrir. Það var því ljóst að Hraðfrystihúsi Hellissands yrði ekki komið aftur af stað nema með utanaðkomandi áhrifum og afskiptum. Af stjórninni sem kjörin var árið 1950 má sjá, að þar sitja aðilar sem líklega höfðu beinna hagsmuna að gteta að það fjármagn sem í þetta fyrirtæki var þegar komið utan þorpsins glatað- ist ekki og höfðu jafnframt fjár- hagslega burði til að leggja því frekara lið ef með þurfti. Rögnvaldur Ólafsson frá Brimilsvöllum ráðinn framkvæmdastjóri Fyrri hluta árs 1950 kom Sig- urður Ágústsson alþingismaður Snæfellinga að máli við Rögnvald Ólafsson frá Brimilsvöllum sem þá var skrifstofumaður við Hrað- frystihúsið í Innri-Njarðvík og fór fram á það við hann að hann færi vestur og gerði tilraun til að koma Hraðfrystihúsi Hellissands aftur í Rögnvaldur Ölafsson. gang. Rögnvaldur segir svo sjálf- ur að hann hafi verið tregur til og það verið með hálfum huga sem hann tók það verk að sér. Samt lét hann tilleiðast. Hann kom vestur um vorið 1950 til að líta á aðstæður og hófst þegar handa við að koma frystihúsinu aftur af stað. Fékk hann menn frá Vélsmiðj- unni Héðni í Reykjavík til að taka upp og yfirfara vélabúnaðinn. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.