Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 19
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 17 starfsfólk sat að kaffidrykkju að frystihúsið varð nánast alelda á skömmum tíma. Eldsupptök upplýstust aldrei en talið var að eldurinn hefði átt upptök sín í vélasal. I febrúar 1986 brann síð- an Breiðfirðingabúð sem kölluð var og kom þá í ljós að um íkveikju hafði verið að ræða, eldur hafði verið borinn að umbúða- geymslu fyrirtækisins. Bruninn í júní 1983 var fyrirtækinu mikið áfall og Rögnvaldur hefur sagt svo frá sjálfur að sjaidan um ævina hafi hann staðið í erfiðari og óvissari sporum. Til hvaða ráða skyldi gripið? Sjálfur var hann hálfsjötugur og kominn af léttasta skeiði og það þurfti mikinn kjark og áræði til að leggja af stað á nýj- an leik. En glöggskyggni hans brást honum ekki þá fremur en fyrr. An þess að hika ákvað hann að byggja upp nýtt frystihús við Rifshöfn. Og fyrir það hvað hann var fljótur að átta sig varð honum meira úr tryggingafénu, það nýttist honum betur til end- urbyggingar, fjármagnskostnaður varð lægri fyrir vikið og árið 1985 eru þeir feðgar Rögnvaldur og Ólafur sonur hans búnir að koma upp starfhæfu frystihúsi inní Rifi. Þangað fluttist nú öll vinnsla og hraðfrysting sjávarafurða en salt- fiskverkunin hélt áfram á Hell- issandi í þeim húsum sem enn voru þar uppistandandi. Skreiðin var þá að mestu dottin upp fyrir vegna hruns á Nígeríumarkaði. Árið 1983 féldt hraðfrystihúsið rækjuvinnsluleyfi og hefur unnið rækju síðan. Skömmu síðar var Rögnvaldur Ólafsson og Hrað- frystihús Hellissands komið í al- gjört forystuhlutverk í hraðfrysti- iðnaði á Snæfellsnesi. Enda hafði þá hallað undan fæti hjá mörgum öðrum sem lögðu hrað- frystiiðnað fyrir sig. Rögnvaldur Ólafsson taldi sjálfur að það hefði verið eitt mesta lán þessa fyrirtæk- is, Hraðfrystihúss Hellissands, hvað það bjó yfir miklu af góðu og traustu starfsfólki úr þorpinu sem vann fyrirtækinu vel, -gekk það þegjandi að vinnu sinni og var ákaflega traust og góður vinnukraftur. Það þurfti ekkert að hugsa um það eða líta eftir því. Dæmi um slíka menn voru t.d.: Guðbjartur Þorvarðarson, Guð- laugur Alexandersson, Magnús Ólafsson, Friðbjörn Ásbjörnsson og Valdimar Bjarnason og fjöl- margir aðrir bæði karlar og konur sem of langt mál er að telja upp. Talsverðir flutningar voru alltaf með fisk hér á milli bæjarhlutanna og voru leigðir bílar til þeirra flutninga, þeir sem helst stóðu í flutningum voru: Halldór Bene- diktsson sem var aðalbílstjóri frystihússins, Kristján Guð- mundsson í Móabæ, Tryggvi Eð- varðsson, sem vann mikið fyrir frystihúsið, Kristinn Haraldsson, Gísli Ketilsson, áður en hann tók við afgreiðslu Olíufélagsins, Kristófer Snæbjörnsson á Hellu, Elvar Sigurðsson. Guðmundur Gíslason frá Fögru- brekku og Ingi Dóri Einarsson. Vörubíllinn sem nú er í gangi var keyptur árið 1981. Áður hafði frystihúsið átt tvo vörubíla. Ann- an bílinn átti það með Stefáni Jó- hanni Sigurðssyni en síðar var keyptur bíll af Halldóri Bene- diktssyni. Eftir að bíllinn var keyptur 1981 hætti frystihúsið að leigja bíla. Allur fiskur var seldur í gegnum SH og alltaf var aðaláherslan á frystinguna. Á tímabili var mikið selt á Rússlandsmarkað, það voru 7 punda pakkningar og gat verið dálítill ruslfiskur. Rússarnir vildu hann gjarnan. Alltaf var dálítið selt til Englands og síðar tóku Bandaríkin við og þá fóru gæða- kröfur mikið að breytast. Þótt rækjuleyfi væri gefið út fyrir húsið árið 1983 var ekki hafin rækju- vinnsla af neinni alvöru fyrr en eftir 1990. Andrés Jónsson segir að í þau 45 ár sem hafi unnið íyrir Hrað- frystihús Hellissands hafi hann gengið í allt sem þurft hefur á að halda. Hann hafi verið verkamað- ur og bílstjóri og unnið að öðru sem til hafi fallið. Auk þess hafi hann verið þarna bæði vélstjóri og verkstjóri og alltaf fallið jafnvel að vinna fyrir Hraðfrystihús Hell- issands. Ekki síst mat hann vin- áttu Rögnvaldar Ólafssonar mik- ils. Það hafi verið ómetanlegt að eiga slíkan húsbónda og atvinnu- rekanda. Frásögn Elvars Sigurðssonar vélstjóra Elvar er fæddur í Reykjavík árið 1935 en fluttist vestur á Hell- issand árið 1958. Hann hóf störf á Gufuskálum en árið 1966 réðist hann til hraðfrystihússins og starfaði þar samfellt í það sinn til 1973. I 11 ár rak hann svo eigið verkstæði niður í Naustabúð en fór þá að vinna fyrir frystihúsið aftur og gerði það meðan hann hafði heilsu til. Að sögn Elvars voru í gamla frystihúsinu tvær gamlar vélar en stóra aðalvélin var nýleg. Þegar frystihúsið brann 1983 stóð til að fara endurnýja vélakostinn. Þessar vélar voru alls ekki slæmar þótt gamlar væru. Eftir brunann voru gömlu vélarn- ar gerðar upp og yfirfarnar og fluttar inní Rif. -Hann segir að honum hafi alltaf fundist það dá- lítill galli við þetta nýja og glæsi- lega hús í Rifi hvað vélasalnum og verkstæðinu var ætlað lítið pláss. Á þeim árum sem hann vann fyrir hraðfrystihúsið vann Rögnvaldur aðallega á skrifstofunni, ýmist í Breiðfirðingabúð og seinna útí Bárðarási 10 eða heima hjá sér. Elvar segir sér hafa líkað vel við Rögnvald og það hafi verið gott að vinna fyrir hann. Hann var heiðursmaður. Allt stóð eins og stafur á bók. Hann þurfti ekki einu sinni að skrifa það hjá sér, auk þess var hann mikill félagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.