Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 20

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 20
18 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 manns. Elvar sá aldrei betur en Rögn- valdur færi þarna með alla stjórn, aðrir skiptu sér ekki af rekstrin- um. Ólafur sonur hans byrjaði í þessu með honum meðan hann var enn í skóla og gekk í öll verk og var duglegur til vinnu. Hann var þó farinn að stjórna með pabba sínum áður en farið var inní Rif. Hann sá aðallega um bátana. Rögnvaldur kom alltaf öðru hvoru inní Rif en Ólafur kom þar langtum oftar. Rögn- valdur var vel látinn atvinnurek- andi. Allir fengu kaupið sitt og aldrei var neina erfiðleika að sjá með það. Þeir voru þarna vél- stjórar í gamla frystihúsinu, Jón Guðmundsson, Eggert Eggerts- son, Sigurður Anton Jónsson, Andrés Jónsson og Bjarni Þórðar- son og síðan bættist Elvar sjálfur í hópinn. Elvar segist ekki muna eftir öðrum í beina-mjölsverk- smiðjunni en Axel Guðjónssyni sem var vélstjóri og Eggert Ingi- mundarson var þar alltaf með honum. Þegar Elvar hóf störf var búið að byggja við flökunarsalinn og mót- tökuna, einnig frystigeymslurnar. Honum fannst þetta ekki líta illa út miðað við það sem gerðist þá. Auk frystingarinnar var unnið í salt og skreið. Saltað var og stafl- að innan dyra í salthúsinu. Skreiðarhjallarnir voru uppí Hraunsskarði. Rögnvaldur átti sjálfur Sæborgu SH sem var 38 tonna bátur, en það var Skarðs- víkin sem spilaði mesta rullu fyrir frystihúsið. Því alltaf var Sigurð- ur Kristjónsson á sjó. Og svo urðu menn bara að spila úr þessu eftir hendinni eftir því sem fiskur barst að landi. Hvort heldur var fryst, saltað eða verkað í skreið. Elvar segist aldrei muna eftir að hann fengi ekki kaupið sitt á rétt- um tíma. Rögnvaldur borgaði mönnum jafnvel fyrirfram og það oft ríflega ef hann hélt að þeir þyrftu á því að halda. Hann greiddi úr fyrir mörgum og marg- ir sem hann vildi halda í nutu mikillar velvildar hans. Þótt Rögnvaldur væri mjög pólitískur skipti hann sér lítið af bæjarmál- um, taldi nóg fyrir sig að sinna Hraðfrystihúsi Hellissands. Þeg- ar Elvar byrjaði í gamla frystihús- inu á Hellissandi var Sigurður Sandhólm verkstjóri í vinnslusaln- um. Hann var alveg ágætur karl og þótt hann ætti það til að taka dálítið rosalega uppí sig var hann heiðursmaður að allri gerð og inn- ræti. Fyrst framan af var allt hand- Sigurður Björnsson. Mynd: Ó.J.S. fiakað en síðan var flökunarvélin keypt. Hún var af Baadergerð. En flökunarvélarnar mörkuðu tímamót í saltfiskvinnslunni. Eftir að Elvar kom aftur til frystihússins u.þ.b. sem gamla húsið brann var hann lengi vel á vörubílnum. Hann var keyptur árið 1981 og er í merkilega góðu standi ennþá. Þá vann hann á verkstæðinu við ýmiskonar við- gerðir. Elvar segir það sína skoðun að það hafi verið frystihúsinu mikið happ hvað það bjó yfir mildu af frábæru starfsfólki, úrvalsfólki. Eldra fólkið hérna í þorpinu vann því vel og rétt eins og það ætti þetta sjálft, svo mikil var tryggðin og trúmennskan. Það gekk að vinnu sinni eins og það hefði aldrei gert annað og var ákaflega góður vinnukraftur. Aldrei þurfti að hugsa um það eða líta eftir því og segist hann geta nefnt ótal dæmi um slíkt fólk. Hraðfrystihús Hellissands í Rifi 1985 Elvar segir að eftir að frystihús- ið var kornið inní Rif haíí það af sjálfu sér tekið á sig annan svip. Hann var þó ekkert til hins verra. Þetta var nýtt hús og hlaut að bera merki þess. Aherslurnar hlutu líka að verða aðrar. Nú var rækjuvinnslan hafin. Fyrsti verkstjórinn sem Elvar man eftir inni í Rifi hét Eyjólfur Eyjólfsson. Hann hefur nú varla verið lengur en í tvö ár. Þá tók við Helgi Leifsson og hljóp í skarðið. Síðan kom Þorgrímur Leifsson sonur hans Leifs Hall- dórssonar í Olafsvík og var einnig í noltkur ár. Sigurður Björnsson tók síðan við af honum og hefur verið síðan. Elvar segir að nú heiti þessir karlar framleiðslustjór- ar og þetta sé orðin allt önnur vinna en var. Það er orðið langt- um léttara fyrir þá að eiga við þetta. Nú geti þeir setið inná skrifstofu og sinnt ýmsum störf- um öðrum fyrir frystihúsið. Hafa þó yfirsýn yfir vinnslusalinn. En í salnum eru matsmenn sem oftast eru stúlkur sem líta eftir þessu öllu. Það var ekki viðlit hér áður fyrr, þá þurftu verkstjórarnir að vera vakandi yfir þessu öllu og máttu ekki af þessu líta. Andrés Jónsson er búinn að vera verk- stjóri lengi og hefur raunar geng- ið í allt sem til hefur fallið. Elvar segir hann líldega vera búinn að vera hjá hraðfrystihúsinu hátt í hálfa öld, það fari a.m.k. að stytt- ast í það. Hann er gjörkunnugur þessu öllu saman. “Það má ekki gleymast að tala við hann” segir Elvar. Fvrsti vélstjórinn sem Elvar man eftir í Rifi var Baldur Jónsson, síðan hætti hann og þá kom Böðvar Jónsson í Rifi og eftir það segir hann sig og Ragnar Ágústsson frá Máva- hlíð vera búna að vera að braska í þessum vélum. Ragnar Ágústsson kom ftá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur þegar það lagði upp laupana. Elvar segist ekki eiga nema góðar minning- ar frá vinnu sinni fyrir Hraðftystihús Hellissands og Rögnvald Ólafsson og Ölaf son hans. Það væri eins og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.