Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 21
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
hvert annað lán að fá að vinna á
stað þar sem maður er ánægður,
bæði með aðstöðu, samstarfsfólk
og húsbændur.
ómetanlegan og frystihúsið gríðar-
lega traustan framleiðanda.
Þannig hefði það verið stærsti
framleiðandi Coldwater á 5
punda pakkningum þrátt fyrir að
Páll Pétursson, gæðastjóri hjá Coldwater,
kenningu fyrir gæðaframleiðslu HH.
“Framleiðslan
hefur alltaf þótt
gæðaframleiðsla”
segir Páll Pétursson
gæðastjóri SH
I viðtali við Pál Pétursson
gæðastjóra SH sem birtist í blað-
inu Undir Jökli í júní 1997 kem-
ur fram að hann telur Hraðfrysti-
hús Hellissands hafa verið einn af
þessum traustustu og öruggustu
framleiðendum Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna langtímum
saman. Hann telur stuðning þess
afhendir Guðrúnu Jóhannesdóttur viður-
vera aðeins miðlungshús að stærð.
Alla tíð hefði því tekist að halda
uppi miklum gæðum á fram-
leiðslu sinni sem sýndi með hvaða
hugarfari væri gengið til verks og
hvað frystihúsið byggi yfir góðu
starfsliði. Hann minntist í því
sambandi Rögnvaldar heitins
Ólafssonar framkvæmdastjóra og
stuðnings hans við SH og Cold-
water í Bandaríkjunum og kvað
það gleðja sig sérstaklega að Ólaf-
ur sonur hans skyldi halda merki
hans á lofti.
Páll benti á að meðaltalsstiga-
gjöf fyrir gæði á árunum 1986 —
1996 gæfi Hraðfrystihúsi Hell-
issands einkunnina 96.6 sem væri
gríðarlega góður árangur og sýndi
hvað miklar kröfur væru gerðar í
húsinu til framleiðslunnar á öllum
stigum hennar. Til að ná svo
góðum árangri mætti ekkert fara
forgörðum og enginn hlekkur
bresta. Slík frystihús byggju yfir
góðu starfsfólki.
“Yfirbyggingin er
ekki stór”
segir Ólafur Rögnvaldsson
framkvæmdastjóri
Eftir að Rögnvaldur Ólafsson
féll frá síðla árs 1994 hefur Ólafur
sonur hans farið einn með fram-
kvæmdastjórn fyrirtækisins.
Honum hefur tekist eins og föður
hans að reka fyrirtækið með hagn-
aði. Réttu megin við núllið, eins
og hann orðar það sjálfur. Það
gerði faðir hans oftast a.m.k. í
seinni tíð. Þetta hefur tekist þrátt
fyrir að margvíslegir erfiðleikar
hafi steðjað að og er þar fyrst að
telja að fiskveiðiheimildir hafa
verið skertar og allan fisk hefur
þurft að kaupa á hæsta verði af
fiskmörkuðum. En hraðfrysti-
húsið stendur á gömlum merg og
nýtur þess. Reynt hefur verið að
koma við hagræðingu í rekstrin-
um. Þannig hefur ekki verið far-
ið útí dýrar fjárfestingar t.d. hefur
Óskum sjómömtum og fjöískyídum peiira
tií hamingju með datjinn
SJÓVÁUlffALMENNAR
Umboð í Ólafsvík: Tölvuverk
Kirkjutúni 2 sími: 436 1590