Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 25

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 25
23 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Sígrún Sigurðardóttir: ÞEGAR SÍLDIN KOM AFTUR Ég var nýkomin frá Bandaríkj- unum, þar sem ég hafði dvalið í ár þegar ég fór vestur á Hell- issand í júlí 1974. í’ar ætlaði ég að sjá um heimilið fyrir systur mína í tvær til þrjár vikur meðan hún færi suður til Reykjavíkur að eiga barn. Það varð, -og allt gekk að óskum. Um svipað leyti var verið að fagna ellefu hundruð ára afmæli Islandsbyggðar. A Búðum var mikil útihátíð og var þar meðal annars flutt poppóperan Kiljur eftir Kristinn Kristjánsson, en tónlistin var í höndum þeirra Alfreðs og Pálma Almarssona og Ingva Þórs Kormákssonar. Hver man ekki eftir þessari frábæru skemmtun? Þangað fóru allir sem gátu komist á annað borð og gist var í tjöldum. Sjórinn heillar Þessar vikur við heimilisstörfm liðu hratt en ég var þá þegar farin að hugsa um hvernig ég gæti aflað mér tekna. Sjórinn heillaði mig, en það var þó ekki ætlunin með þessari vesturför að fara á sjóinn. Ég leitaði samt að skipsrúmi og þurfti ekki að leita lengi. Lánið lék við mig, ég fékk stöðu háseta um borð í fiskiskipinu Saxhamri en það var einmitt á leið á síld- veiðar austur fyrir land. Það var líka búið að ráða kvenkokk um borð svo við vorum tvær að vinna með öllum strákunum. Þetta ár var líka merkilegt fyrir það, að þá lét síldin aftur sjá sig eftir margra ára hlé. Það var komið að því að undir- um borð þó þeir hafi ekki sagt það upphátt! Þetta haust voru ekki komnar hristivélar um borð og var því hrist úr netunum á lær- in eða í pung eins og það var kall- að! Ég hafði það hlutverk að hringa kapalinn undir leiðsögn Friðþjófs bónda eins og hann var nefndur. Hann var eins konar verndari minn um borð og gætti búa Saxhamar á reknet. Við lögð- um af stað frá Rifi um miðjan ágúst. I áhöfninni voru skipstjór- inn Sævar Friðþjófsson, stýrimað- urinn Gunnar Jón Sigurjónsson, vélstjórinn Reynir Valtýsson ásamt Kjartani Gústafssyni, Pétri Inga Vigfússyni, Hirti Ársælssyni, Guðmundi Sölvasyni og Jóhanni Guðbjartssyni. Þá er ónefndur sá merkismaður, Friðþjófur Guðmundsson, útvegsbóndi á Rifi sem var allt í öllu um borð. Og ekki má ég gleyma Henný Gunnarsdóttur kokki og auðvitað var ég líka ein af hópnurn. Það var siglt austur á Höfn í Hornafirði, en síldin hafði verið í torfum á þeim slóðum. Við komum á miðin eftir áfallalausa siglingu og ekki voru nema fáeinir sjóveikir; - en þeir tóku að sér að fæða múkkann á leiðinni! Þá var komið að stóru stundinni að kasta út netunum í íyrsta skipti. Það gekk vel og við tók biðin þar sem netin eru látin liggja yfir nóttina. Snemma Guðmundur Sölvason og Friðþjófúr Guðmunds- morguns drogum vio, -en son um borð í Saxhamri. Mynd: Sigrún S. vonbrigðin voru mikil um SAXHA borð. Það var lítið um síld í net- unum og í raun aðeins í fáeinar tunnur. Þá var haldið í land með „afl- ann“. Sævar skipstjóri var búinn að fá lóðs til að sigla inn Horna- fjarðarósinn. Þetta var í fyrsta skipti sem hann gerði það en margir höfðu farið illa á því að sigla inn ósinn án aðstoðar heima- manna. Straumurinn í ósnum var gífurlegur og veltingurinn mikill og vissi ég eiginlega ekki hvað snéri upp né niður á leiðinni, -en siglingin heppnaðist vel. Þegar við lögðumst að bryggju var margt um manninn. Það var auð- vitað verið að skoða stelpurnar um borð í Saxhamri enda ekki margar stúlkur til sjós í þá daga. Ég held að strákarnir hafi verið nokkuð stoltir að hafa haft okkur þess að strákarnir sýndu mér fu.lla virðingu og átti það til að slá strákana kinnhest ef framkoma þeirra var á annan veg. Strákarnir voru annars ágætir inn við beinið þótt þeir gætu stundum ekki stillt sig um að bregða á leik. Okkur kom ágætlega saman þrátt fyrir þrengslin um borð. Við hjálpuð- um hvert öðru við hárþvott í eld- húsvaskinum því ekki var sturta um borð í skipinu. Helgarfrí Tíminn leið hratt og komið var að því að fara í helgarfrí. Skiptar skoðanir voru á því hvort taka ætti bílaleigubíl eða sigla heim. Loks var tekið af skarið og leigðir bílar. Fyrir valinu urðu tveir fólks- bílar þ.e. „bjöllur“. Þá um sumar- ið höfðu brýrnar yfir Skeiðarár-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.