Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 28

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 28
26 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 VETAL VIÐ GUÐJÓN BJARNASON Flestir bæjarbáa þekkja Guðjón Bjarnason, einnig þekktur sem Gaui Bjarna. Hann gerði við bíla og rak ásamt fleirum bifreiða- verkstæðið Berg hér í Olafsvík í um 20 ár. Hann verður 81 árs á þessu ári og hann man því vel tímana tvenna eða jafnvel þrenna um það sem skeð hefur hér í bæ. Hann var góðfúslega við beiðni blaðsins um viðtal en sagði jafn- firamt að hann hefði frá engu að segja. Hvar ert þúfæddur Guðjón ? Ég er fæddur 18. október 1917 að Böðvarsholti í Staðarsveit. For- eldrar mínir voru Bjarnveig Vig- fúsdóttir og Bjarni Nikulásson. Við vorum sjö systkinin, tvær systur og fimm bræður og einn uppeldisbróður, Friðrik Lindberg. Mér var vart hugað líf þegar ég fæddist svo að það var kallað á Kjartan Þorkelsson frá Kálfárvöll- um til skýra mig skemmri skírn sem kallað var en það rættist sem betur úr því. Hvemig var með skólagöngu þína? Mín skólaganga var nú ekki löng frekar en margra fleiri barna á þessum tíma. Ég var aðeins einn vetur í skóla og var hann á Blá- feldi og þá var ég 13 ára gamall. Foreldrar mínir voru með búskap og ég var að vinna að því með þeim eins og hin systkinin mín. Það var talsvert mikið fjör í sveit- inni á þessum árum. Mikið af ungu fólki. Eitt ball á ári hjá hverju ungmennafélagi. Það var ball á Fáskrúðarbakka, Görðum, Stapa og svo á Brimilsvöllum. Stundaðirþú eitthvað sjó- mennsku áþessum ámm? Böðvar og Geir bræður mínir sem voru eldri en ég, höfðu áður farið á vertíð í Sandgerði. Arið 1935 fer ég þangað og ég var alls 11 vertíðir í Sandgerði. Ég ræð mig fyrst á vélbátinn Stuðlafoss, eigandi og skipstjóri Eyjólfur Jónsson og við vorum á bragga á salthúsloftinu Haraldarmegin en hásetar voru flestir Siglfirðingar. Saltað var í húsinu beint undir vitanum. Flatningin fór fram á planinu íyrir utan. Fiskinum var skipað uppá handvagni og ekin inn í hjólbörum. Beitningin fór fram rétt fyrir ofan bryggjuplönin. Bjóðunum var ýtt upp og niður á sporvagni og annars borin á höndurn. Við vorum átta í landi. Sameiginlega var í fyrstu róðr- unum gengið í verkin en svo skipti landfor- maður verkum , fjórir í söltun og fjórar í beitn- ingu og ég lenti í beitningu. Veturinn leið tíðindalaus þó oft í landlegum heyrðust háværar raddir á göng- unum við braggana og hellt væri niður úr nokkrum vatnstunnum, var það ekki tiltökumál að sækja bara vatn í morgunkaffi upp í brunn í Efra- Sandgerði og fylla svo á tunnuna á eftir. Hvemig vom launakjörin á þessum ámm? Launakjörin þessa vertíð voru fullt fæði og ein króna á skippund en það er fimmhundruð pund uppúr salti. Eftir vertíðina fékk ég fimmhundruð og fimmtíu krón- ur. Vertíðarnar voru hver annarri lík. Flatt var úti og saltað inni. Oftast var hægt að leggja sig eftir hádegið áður en báturinn kom í land nema fyrir þann sem vakta átti hann. Vaktmaðurinn átti síð- an að vekja mannskapinn og taka á móti endanum. Nú var farið að nota bíla til að keyra upp bjóðin og fiskin og varð sú breyting á að við vorum sjö í landi. Þegar fyrsti fiskbíllinn kom upp gátu fjórir byrjað að gera að en hinir þrír lönduðu. Svo voru á sumum bát- um tveir stakir menn (tvílembing- ar) og voru þeir uppá einn hlut. Arið 1938 eru komin hlutaskipti og skipt í 23 staði. Þá voru komn- ir stærri bátar, lengri lína og meira aflaðist. Vom ekki oft landlegur? Það kom oft fyrir. I janúar og febrúar 1938 gaf í 37 róðra og það aflaðist vel. Eftir þessar góðu gæftir voru líka frátök í þrjár vik- ur og þá var vel þegið að geta sof- ið. Á meðan þessari hrota hélst rifum við upp á hverjum degi eftir beitningu svo óupprifin fiskur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.