Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 29

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 29
Sjómannadagsblað Snaefellsbæjar 1998 27 safnaðist ekki fyrir. Einnig rifum við upp elsta fiskinn, viktuðum hann og sendum hann inn í Garð á meðan á þessum illviðris kafla stóð því eldri var svo mikið pláss í salthúsinu. Einn strákurinn hélt dagbók og í henni stóð marga daganna, stormur og rok af öllum áttum, ofsa rok að vestan, sit heima og skrifa bréf” Eftir þessa löngu landlegu fiskaðist mjög vel. Um mánaðar- móti mars og apríl kom fyrir að aðgerð og beitning náðu saman svo að ekki tók því að fara úr föt- unum. Einnig ef að lágsjávað var þegar báturinn kom og aðeins náðist að kasta bjóðunum upp en fiskinn varð að láta í báta úti á höfninni. Þá varð að ræna bátum frá öðrum bólfær- um og fylla þá að fisld, róa þeim upp að bryggju og vakta þá meðan féll að. Kasta svo fiskinum upp úr þeim og flytja þá svo að sínu bólfæri aftur. Þetta kom tvívegis fyrir þessa vertíð enda vorum við næsthæsti bátur. Hvaðaformönnum varst þú lengst með? Ég var flestar vertíðir með Guðjóni Illugasyni bæði í Sandgerði og Hafn- arfyrði. A Lagarfossi, Víðir og svo Fiskaldetti. Haukur heitin Sig- tryggsson var einnig leitgi með Guðjóni á sjónum. Á stríðsárun- um var fiskurinn yfirleitt kúttaður og seldur í skip til Keflavíkur. Vannst þú eitthvað við vega- gerð? Nei, ég vann ekkert við vega- gerð en það var að sjálfsögðu unn- ið mikið við það. Ja það var keyrt fyrst yfir Fróðárheiði ef ég man rétt árið 1928 og það mun hafa verið Kristinn Guðmundsson frá Straumfjarðartungu. Árið 1938 byrjaði ég að vinna hjá Búnaðar- sambandinu við jarðvinnslu á sumrin. Það var mikið um að vera í þeim málum á þessum tíma. Fyrst var ég með hesta við vinnsl- una. Síðar stjórnaði ég dráttarvél og það kom alltaf í minn hlut að gera við hann þegar var bilað. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á vélum. Ég var hjá Búnaðarsambandinu til ársins 1945. Hvencerflyturþú til Ólafs- víkur? Ég flyt sama ár til Olafsvíkur og bý fyrst hjá Böðvari bróður mínum á Borg og fer þá að vinna hjá þeim bræðrum Bjarna og Guðjóni sem áttu vélsmiðjuna Sindra. Áður hafði Böðvar bróðir Guð- jóns hafið störf í Sindra og verið við trésmíðar. Böðvar var mikill smiður og hafði þá lært þá iðn í Iðnskólanum og hann lærði hér hjá Alexander Valentínussyni. Sveinsstykkið hans var útihurð fyrir Sveinsstaði en þar bjó þá systir þeirra bræðra, Sólveig ásamt manni sínum Bjarna Guðbjörns- syni. Hann smíðaði einnig mikið fyrir bændur í sveitinni. Hann átti mikinn þátt í uppbyggingu Ólafs- víkur. Böðvar smíðaði m.a. Ólafs- víkurkirkju en hún var vígð 19. nóvember 1967. Segðu mér frá veru þinni í Sindra. Guðjón Sigurðsson fluttist árið 1923 til Ólafsvíkur innan frá Brimilsvöllum. Hann var mikill smiður og frumkvöðull í mörgu. Hann átti td. fyrsta bílinn sem var hér í Ólafsvík. Hann keypti sér rennibekk norðan úr Húnavatns- sýslu að var mér sagt og hann var notaður í Sindra mjög langan tíma. Það versta er að það er lík- legast búið að henda honum núna og það er miður. Þegar Bjarni bróðir hans kom frá Þingeyri ráku þeir saman Sindra. Þeir voru hinu bestu menn að vinna fyrir. Guð- jón meira alvörugefm en miklu meiri strákur í Bjarna og skemmtilegt að vinna með hon- um. Á þessum tíma 1945 þá eru helstu útgerðarmenn þeir Halldór Jónsson, Guðmundur Jensson og Víglundur Jónsson. Þá var mest stunduð hér lína og snurvoð. Mesta vinnan var í kringum bát- ana fyrir þessa menn. Þegar ég byrjaði í Sindra störfuðu þar líka Guðbrandur Vigfússon, Þórður Þórðarson og Sigurður Tómasson. Það var náttúrulega ekki nútíma tækni á þessum tíma. En þetta kom allt. Fyrst vorum við ekki með rafsuðu. Þá var eina rafsuðan niður í frystihúsi og þar varð að rafsjóða allt. Það var td. þegar vélar bræddu úr sér þá þurfti að slípa sveifarásanna. Þá var sett á þá sérstakt stykki og innan í það sand- pappír og hann nugg- aður dag eftir dag og hann slípaður þannig niður. Þetta gat tekið langan tíma. Upp úr 1950 þegar netaveiðar byrjuðu hér þá var mikið að gera í Sindra við að smíða bæði skífur og dreka því að það sem byrjað var með hélt ekki neitt. Drekarnir voru þannig að það var bara ásinn og síðan ein flaug sitt hvoru meg- in. Dóri Jóns kom með einn dreka uppí smiðju, sem hann fékk fyrir sunnan, og það var farið að hugsa þetta og síðan settist Bjarni við að smíða og það heppnaðist svona vel. Eins var með skífurnar, þær voru flatar. Það varð að setja rifflur innan í þær þannig gerðar að gott væri að ná tóginu úr henni aftur. Á þessum árum var oft erfitt með efni. Ég man eftir því að þeg- ar togarinn enski Epine strandaði við Dritvíkurflögur 1948 þá fór- um við þangað og sóttum okkur Guðjón að gera við fyrir Emanúel Guðmundsson. Mynd: Ólafur Bjarnason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.