Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 43

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 43
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 41 pláss ekki mikið á Snæfelli og oft erfitt að koma þeim 10-12 nem- endum fyrir sem sóttu skólann. Skólasóknin var rúm klukkustund á dag yfir vortímann. Var setið á borðum og bekkjum og í kringum eldhúsborðið þar sem Sjana lét nemendur sína lesa upphátt. Oftast var allt í sátt og samlyndi í þrengslunum Sjönuskóla, annað fyr- irkomulag þekktum við nemendur ekki. Sjana lét alla nemend- urna lesa hjá sér dag- lega og notaði band- prjón við yfirferðina á Gagni og Gaman. Var mikið stafað og stautað en árangur í byrjun sumars skilaði sér í einkunnum upp á 2.0, 3.0 og 4.0 hjá prófdómaranum í stofunni. Skrift var einnig á stunda- skránni í Sjönuskóla, stafdráttur- inn kenndur, gefin forskrift og stafirnir skrifaðir heima. Tölu- stafirnir voru einnig kenndir og einhverjir byrjuðu á samlagningu hjá Sjönu. A miðjum skóladegi voru frímínútur eins og þekkist í öllum skólum. Hvatti Sjana nem- endur sína til þess að fara í leiki úti við og var oftar en ekki farið í slábolta, fallin spýtan og vik-vink svo eitthvað sé nefnt. Það voru sveittir, kátir og hressir kraldtar sem þustu inn í bæinn þegar frímínúturnar voru flautað- ar af. Er mér mjög minnisstæð lyktin sem varð í litla bænum þeg- ar líða tók á daginn af rökum lopapeysum, blýöntum og kaffi, og saman við þetta blandaðist ol- íulykt sem kom af fíringunni. Söngurinn í herberginu .1 hverri viku var farið inn í litla herbergið hennar Sjönu þar sem orgelið hennar stóð og sungið af öllum lífs og sálar kröftum „Ó, Jesús, bróðir besti“ og „Ef væri ég söngvari“. Má segja að það hafi verið hápunktur vikunnar þegar þessir söngtímar fóru fram, því það eitt að fara út út eldhúsinu og inn fyrir stofudyrnar var eins og að komast inn í eitthvað heilagt sem ekki nokkru barni í Sjönu- skóla datt í hug að vanhelga með ólátunt eða óþarfa málæði. Sjana sat við orgelið og spilaði á það fimum fingrum og heyra mátti þessa söngdaga í Sjönuskóla söng ungliðanna og sog orgelsins lang- leiðina niður að Kaupfélagshúsi að sögn íbúa Ólafsvíkur. Þroskandi skólaganga Ég tel að óhætt sé að fullyrða að skólaganga í Sjönuskóla hafi verið gott innlegg fyrir hvern þann er hann sótti, þá ekki síst vegna þess sem lítur að mannlegum sam- skiptum, svo sem: tillitsemi, ná- ungakærleika og virð- ingu, að ógleymdri lestrar-, skriftar- og reikningskennslu. En eins og einhvers stað- ar stendur skrifað að þá er menntun þroski og skólar eru og eiga að vera leiðir til þroska. Að menntast er sem sé að vera meira maður - ekki meiri maður. Skólar veita ekki menntun heldur framreiða ým- islegt sem ætti að stuðla að menntun. Menntunin sjálf er ævinlega sjálfsmennt- un í þeim skilningi að það er líf- veran sjálf, maðurinn, sem þroskast, vex og dafnar. Mönnum er ekki frjálst hvort þeir menntast eða ekki, þeir menntast hvað sem öllu menntakerfi líður, en auðvit- að skipta þau miklu máli. Læt ég svo þessum hugrenning- um mínum um Sjönuskóla lokið og vil taka fram að grein þessi er ekki á nokkurn hátt tæmandi um starf Kristjönu Einarsdóttur við Sjönuskóla, heldur eins og fyrr sagði hugrenningar fyrrum nem- anda hennar. Jólab;dl 1971. Á myndinni má þekkja m.a. Gunnar Hjartar og Kristjönu Einarsd., Unni E., Lísu Gunnars., Magnús Einars., Vífil Karls., Guðmund Kristófers., Kristján Helga., Jökul Barltar, Laufey Þorgríms, Fjólu Jóns ofl. Ævintýraferðir SNJÓFELL Veitingar - Gistitlg Amarstapa • Snœfellsnesi Skíðaferðir (D435 6783 ■ 852 9078 Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra okkar bestu kveðjur á Sjómannadaginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.