Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 50

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 50
48 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 MINNINGABROT AF SJÓNUM Eftir Konráð Ragnarsson hafnarvörð í Stykkishólmi. Skipstjóri 12 ára Eg byrjaði mín kynni af sjó og sjómennsku á Sandi. Við strák- arnir ólumst upp í fjörunni og Krossavíkinni. Ég var búinn að vera rvö sumur á snurvoð með pabba og Sigga Sveini á Sæborg- inni SH 100 upp á hálfan hlut þegar ég var tólf og þrettán ára. Siggi Sveinn og pabbi áttu lítinn bát sem hét Ósk Fríður. Það var nafn Óskar konu Sigga og Fríðu móður minnar. Það var um sum- arið þegar ég var tólf ára að for- eldrar mínir voru í Reykjavík auk Sigga og Óskar. Ég var heima með systrum mínum tveim sem voru eldri en ég þegar ég fékk þá snilld- ar hugdettu að nú væri lag til að skreppa í róður. Því var það að ég brá mér þá um kvöldið út í Krossavík nestaður vel til að hnupla Ósk Fríði og fara í róður. I þessum bát var fjögurra hestafla Sleipnis vél. Ég ýtti úr vör og keyrði út að Öndverðanesi og ætl- aði þar að renna fyrir fisk sem því miður gaf sig ekki þegar til kom. Þá ákvað minn maður að kippa á betri mið en þá fór vélar ræfillinn ekki í gang. Rak bátinn vestur með landi á meðan ég var að berj- ast við vélina og gekk ekki neitt að koma henni í gang. Við þetta er ég að basla alla nóttina íklæddur gúmmístígvélum og strigasvuntu. Undir morgun fór svo að kula að austan þannig að ég varð að róa upp undir Skálasnaga þó að ég væri orðinn sárhentur af barn- ingnum við að reyna snúa vélinni í gang. Um hádegið sé ég hvar bátur kemur stímandi með stefnu norður með landi. Ég vinka og baða út öllum öngum og tekur hann stefnuna til mín. Þetta var vélbáturinn Dagsbrún frá Reykja- vík sem var tuttugu tonna snur- voðarbátur. Skipstjóri á þessum bát var Bjarni Angantýsson, ætt- aður af Breiðafirði. Karlarnir renndu upp að, tóku mig um borð og tóku síðan Ósk Fríði í tog. Bjarni skipstjóri þekkti pabba og spurði mig hvort ég hefði haft leyfi til að fara svona einn á bátn- um. Ég hélt nú það og skrökvaði því til að ég væri búinn að fara marga róðra einn. Þeir fóru með mig upp í Krossavíkina og hjálp- uðu mér að binda bátinn og var nú farinn mesti glansinn af kalli. Pabbi minntist hinsvegar aldrei á þetta atvik enda held ég að hann hafi aldrei frétt þetta. Ég hótaði systrum mínum að taka þær í gegn ef þær segðu frá þó að þær væru eldri en ég. Árið nítíu og fjögur vill svo til að ég hitti Bjarna upp í Kringlu og var hann þá orðinn mjög fullorðinn . Ég gaf mig á tal við hann og var hann nú frekar þurr á manninn fyrst enda þekkti hann mig ekki. Ég sagði honum hverra manna ég væri og að nú væri ég hafnarvörð- ur og hafnsögumaður í Stykkis- hólmi. Fór hann þá að ræða við mig og spurði ég hann hvort hann myndi eftir því þegar hann bjarg- aði stráknum á litla bátnum þegar hann var skipstjóri á Dagsbrún- inni. Hann sagði að hann myndi það eins og það hefði gerst í gær og áttum við langt spjall saman. Fjórtán ára á snurvoð Fermingarárið mitt eða árið fjörutíu og átta var ég á snurvoð með pabba og Sigga en auk þess var Keli frá Laufási á bátnum. Ég gleymi því ekki hvað þessir karlar voru góðir við mig. Það voru miklar vökur á snurvoð og oft lof- uðu þeir mér að hvíla mig þegar þreytan sótti á. Margir ungir menn eru búnir að vera samferða mér um dagana og hefur þetta verið mér veganesti í samskiptum við þá. Hef ég leitast við að reyn- ast þeim ekki síðri en karlarnir reyndust mér og segja þeim frekar til en að skammast yfir einhverju sem betur mátti fara. Þessir strák- ar eru allir vinir mínir í dag. Það var um haustið 1948 að Jói frá Nesi keypti Svan SH 111 frá Grundarfirði sem alltaf var kallað- ur Hamra Svanur. Þetta var fjórt- án tonna bátur. Þá var annar bát- ur fyrir í Krossavík sem hét Bald- ur sem kom í mars fjörutíu og níu og átti Friðþjófur á Rifi hann. Þetta þótti mikill floti í Krossavík- inni þessir tveir stóru bátar. Fékk ég pláss hjá Jóa á Svaninum þó að það væru margir karlar sem sótt höfðu um pláss. Enda fór það svo að verkalýðsfélagið blandaði sér í málið enda var ég ekki nema fjórt- án ára þegar þetta var. Verkalýðs- félagið vildi meina að enginn yngri en sextán ára ætti að hafa aðgang að plássi en Jói frá Nesi ansaði þessu engu. Jói var mjög góður karl og klár sjómaður og lærði ég mikið af honum. Var það mikið happ fyrir ungan mann sem ætlaði sér að leggja fyrir sig sjómennsku að lenda hjá jafn reyndum og góðum sjómanni og Jói var. Var það besta skólaganga sem hægt var að fá í þeim efnum. Svanurinn bilaði svo um vorið fjörtíu og níu og fórum við þá ég og Gestur frá Laufási á bát sem hét Freyja sem var frá Stykkis- hólmi. Fer að róa í Ólafsvík Upp úr fimmtíu og eitt fórum við Gestur til Ólafsvíkur og rérum hjá Guðna á Haföldunni. Það var gott að vera með þessum strákum. A þessum bát voru bræðurnir þeir Guðni og Summi, Gestur, Siggi Kristjáns og ég. I landi voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.