Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 53

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 53
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 51 Á Skarðsvíkinni í sautján ár Við voru lengi saman til sjós við Siggi á Skarðsvíkinni eða í rúm sautján ár. Við fiskuðum oft mik- ið á Skarðsvíkinni. Margar vertíð- irnar voru þetta 12-1600 tonn yfir vertíðina. En árið sjötíu og tvö fengum við 1808 tonn. I apríl þetta ár vorum við að draga uppi á Fláka og voru margir bátar að draga þar og var hálfgert reiðileysi á flotanum og flest allir bátarnir farnir í land. Við áttum tvær trossur niðri í kanti og ætluðum við að kíkja í aðra þeirra á leið- inni heim og viti menn; það voru 1500 fiskar í henni! Við fórum með það sama upp á fláka aftur og drógum allar trossurnar á ný sem við höfðum dregið fyrr um daginn og lögðum þær niðri á kanti. Drógum við síðan hina trossuna sem við áttum eftir og voru í henni 1800 fiskar. Daginn eftir sem var laugardagur förum við út einir báta á Breiðafirði og drögum þessar sjö trossur í norð- austan roki og fáum heil 38 tonn. Daginn þar á eftir fórum við enn út og erum við enn einskipa og eru norðaustan níu vindstig. Komum við að landi á miðnætti með 54 tonn. Daginn þar á eftir fara stærstu bátarnir að drattast út, en þann dag komum við inn með 49 tonn. Vörubílastöðin á Rifl Þennan vetur var mikill hörgull á vörubílum á Rifi. Það var langt að keyra með aflann á malarvegi út á Hellissand. Jóhannes vinur minn og kaupmaður á Rifi, sem var mikið snyrtimenni, stofnaði þess vegna vörubílastöð og fékk alla gömlu bílstjórana til að vera á stöðinni. Einu sinni sem oftar er landburður af fiski á Rifi. Bílstjór- arnir Guðmundur Gíslason og Ingi Einarsson tóku þá upp á því að keyra á Akranes með fisk án þess að tala við stöðvarstjórann og var þá stöðin ekki nema þriggja daga gömul. Stöðvarstjórinn varð alveg brjálaður og rak þessa fáu bílstjóra sem eftir voru. Ég frétti af þessu þegar við vorum að landa seint um kvöldið. Ég fór upp á vigt til að ná í nótuna eftir löndun og sá að það var ljós hjá Jóhann- esi, fer til hans, opna hurðina og kalla: „Attu bíl kunningi?”. „Farðu til helvítis”, svaraði hann alveg brjálaður. Eftir að ég hætti á Skarðsvíkinni var ég tvö ár á Fróða frá Ólafsvík en fjölskyldan flutti til Stykkis- hólms árið áttatíu og þrjú og var ég þar með báta í fimm ár. En síð- an áttatíu og níu hef ég verið hafnarvörður og hafnsögumaður í Stykkishólmi. „Hvað sem það kostar“ Ég get ekki sagt að ég hafi nokkurn tíma lent í sjávarháska í þessi fjörutíu ár sem ég var á sjó nema kannski þegar ég fór sem stýrimaður með dráttarskipinu Oríon sem var með tvo stóra pramma í drætti. Var það á leið- inni frá Stykkishólmi til Reykja- víkur að við lentum í norðaustan roki. Þegar við vorum komnir vestur af Bervík slitnaði annar pramminn aftan úr. Við vorum að basla við það fram eftir degi að ná honum aftur og vorum komnir tuttugu og fjórar sjómílur vestur af jökli þegar við gátum komið taug í hann. Drógum við hann upp undir Malarrif og suður með. Þegar við áttum eftir þrjátíu mílur í Akranes slitnaði hann aftur aftan úr. Náðum við að keyra að hon- um og koma tógi á milli. Fóru tveir strákar um borð í prammann, vélamaðurinn og annar til þess að reyna að dæla úr einu hólfinu sem í var kominn sjór. Við vorum eftir um borð í Oríon ég og skipstjórinn. Þeir voru lengi um borð í pramman- um og á meðan rauk hann upp og gerði kolbrjálað veður. Leist mér ekkert á blikuna og segi við skip- stjórann: „Við verðum að ná mönnunum strax hvað sem það kostar”. Spyr hann þá hvernig við eigum að fara að því. „Við keyr- um bara að og bökkum að prammanum”, segi ég. Við vorum enn með hinn prammann í eftir- dragi þegar þetta var. Sjö hundruð tonna þungi Þegar við komum að pramman- um sem mennirnir voru í vill ekki betur til en svo að hann fer upp á öldu sem ríður aftur yfir dráttar- bátinn og lendir sjöhundruð tonna pramminn hreinlega ofan á skutnum á dráttarbátnum sem við það fer á svarta kaf. Meðan pramminn er þarna ofan á skutn- um sem er á kafi í sjó ná strákarn- ir sem voru í flotgöllum að stökkva ofan í sjóinn á dekkinu og Áhöfnin á Skarðsvík á vertíð 1972. F.v. Þórður Ársælsson, Hermann Hermannsson, Einar Long, Konráð Ragnarsson, Kristján Jónsson, Baldur Jónsson, Jóhann Long, Freyr Reynisson, Gunnar Reynisson, Almar Jónsson, Sigurður Kristjónsson, Guðmundur Tómas Guðmundsson.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.