Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 55

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 55
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 53 MEÐ SNÆFELLINU TIL NAMIBÍU Eftir Hermann Úlfarsson stýrimann Þann 19 janúar 1997 kl 17:30 var lagt af stað frá Reykjavíkur- höfn til Namibíu í Afríku. Sigl- firðingur SU frá Siglufirði lagði af stað í sama leiðangur þremur dög- um áður. Tilgangur ferðarinnar var að finna rækju í lögsögu Namibíu og stunda þar arðbærar veiðar. Flestir um borð litu á þetta sem ævintýraferð á framandi slóðir, sem þeir höfðu ekki látið sig dreyma um að þeir ættu eftir að koma á. Sumir voru með dollaramerkið í augunum og hugsuðu um milljón á mánuði og nú væri ljós framundan, sem ekki var svo galið miðað við upplýsing- arnar sem menn fengu í íyrstu, en það átti eftir að breytast. En allir héldu þó í vonina um að þarna væri rækju að finna. Unnið var við margvísleg störf á leiðinni; trollin tekin í gegn, mál- að, smíðað og margt fleira. Fljót- lega fór að hitna í veðri og rakvél- in fór á loft og flestir létu laúnuraka sig til þess að vera við- búnir hitanum sem átti eftir að verða rosalegur. Synt yfir miðbaug 28. janúar kl. 9 komum við til höfuðborgar Kanaríeyja, Las Palmas. Stoppað var þar til að taka olíu. Staðin var vakt allan tímann um borð til að koma í veg fyrir að laumufarþegi kæmist um borð, en það gerðist einmitt hjá Siglfirðingi, -en þeir þurftu að snúa við eftir að þeir fundu „far- þegann” og skila honum í land í Las Palmas. Um kvöldið var farið út frá Las Palmas og ferðinni haldið áfram. Nú fór hitinn að hækka verulega. Ein og ein skjaldbaka sást synda með skipinu. Flugfiskatorfurnar birtust alltaf annað slagið og nokkrir voru svo óheppnir að enda líf sitt um borð hjá okkur. Þriðjudaginn 4. febrúar gerð- um við okkur glaðan dag í tilefni þess að við vorum að fara yfir miðbaug með því að grilla úti. Eftir það stukkum við í sjóinn og syntum yfir miðbaug. Miðvikudaginn 12 febrúar vor- um við í höfn í Walvis Bay. Eftir 25 daga siglingu frá Islandi vorum við komnir til Namibíu. Þegar við lögðumst að bryggju stóðu 40 til 50 kolsvartir „ung- lingar“ og störðu á okkur og skip- ið. Þessir menn voru í atvinnu- leit. Punktar um Namibíu Namibía fékk sjálfstæði árið 1990. Eftir það færðu stjórnvöld landhelgina út í 200 mílur. Ekk- ert ríki í Afríku er jafn háð sjávar- útvegi og Namibía. Efnahagslög- sagan var ofnýtt af skipum ýmissa erlendra þjóða áður en Namibía fékk sjálfstæði. Helstu fiskteg- undir sem veiðast á svæðinu eru lýsingur, búri, sardína, krossamakríll og skötuselur, - einnig er töluvert af krabba. Þegar landið fékk sjálfstæði var aðeins ein höfn í öllu landinu, það var í Luderitz sem er syðst í land- inu. Þar hefur verið stunduð út- gerð og einnig demantaköfun á litlum bátum. Hafnarbærinn Walvis Bay er miðsvæðis á milli Angóla og Suður Afríku og þar hefur verið stunduð mikil útgerð í gegnum tíðina. Walvis Bay er eina stórskipa- höfnin á strönd Namibíu. Bær- inn var undir stjórn Suður Afríku til ársins 1994, en þá fyrst fengu Namibíumenn aftur í sínar hend- ur þessa mikilvægu höfn. Namibía var þýsk nýlenda fram að fyrri heimstyrjöld og gætir enn víða þýskra áhrifa í landinu. I Walvis Bay búa um 30 þúsund manns og er meirihluti þeirra blá- fátækir blökkumenn. Verðlag er nokkuð gott en allt sem er fiutt inn er dýrt. Maturinn á veitingastöðum var mjög svipaður því sem maður á að venjast hér heima á Islandi. „Rifið, fast og tómt troll” Stoppað var í fjóra daga í landi og var ýmislegt gert sér til dægra- styttingar. Nokkrir fóru til borgar sem heitir Windhoeg og gistu þar eina nótt, á meðan aðrir skoðuðu bæinn og könnuðu næturlífið. 15. febrúar var farið út og hald- ið á rækjuveiðar ásamt Siglfirð- ingi. Keyrt var um landhelgina og kastað víða en lítið sem ekkert var af rækju. Þann 7 mars var komið í land í Walvis Bay, ekki til að landa heldur til að skipta um troll og fá fiskitroll í staðinn. Nú átti að fara að veiða fisk sem heitir al- fonsino og er af karfaætt. Haldið var út fyrir landhelgina á grunn sem heitir Valdavia bank. Siglt var um grunnið og var það kort- lagt. En það var sama sagan elcki vildi alfonsinoinn gefa sig frekar en rækjan; fast, rifið eða tómt troll hol eftir hol. Siglfirðingur var svo óheppinn að hann reif allt aftan úr sér eftir að vera fastur í tæpan sólarhring. „Rækjulausa færibandið“ Nú var þreytan og leiðinn farin að segja til sín. Ákveðið var að halda skemmtikvöld; stofnuð var hljómsveit sem fékk nafnið Rækjulausa færibandið, og sam- inn texti um alla áhafnarmeðlimi. Lögin voru svo sungin við mikinn fögnuð. Einnig var farið í leiki, ljóð voru flutt, táslusýning haldin og ýmislegt fleira gert. Borðsalurinn var skreyttur með blöðrum ( gúmmí úr apótekinu) L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.