Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 67

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 67
65 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 vita af þeim háska sem við voru í staddir. Við ákváðum að reyna að sigla inn á sandfjöruna á Brimilsvöll- um. Við gerðum olckur á hinn bóginn fljótt grein fyrir því að það myndi ekki takast. Var þá lagst við akkeri og treyst á að okkur bærist hjálp af sjó. Þar sem veðrið fór stöðugt versnandi urðum við brátt úrkula vonar um slíka hjálp. Það breytti svo litlu því óðara slitnaði akkerið og bátinn tók að reka hratt að landi. Er nær landi kom steytti báturinn fyrst austan til á skeri sem heitir Gvend- arnaggur en hentist síðan af því upp í grjóturðina við Hjalla- snoppu á Brimilsvöllum. I fjörunni var þá fyrir bóndinn á Brimilsvöllum, Olafur Bjarna- son, ásamt tveimur bræðrum úr Ólafsvík, þeim Úlfljóti og Herði Jónssonum. Þar sem engin línubyssa var um borð né í landi var brugðið á það ráð að henda lóðabelg, sem lína var fest við og láta hann reka í land. Tóku mennirnir í fjörunni á móti línunni. Hnýttum við festar- bönd í endann á línunni sem mennirnir í landi drógu síðan til sín og festu. Treysta varð á festar- böndin til að lesa sig eftir í land því hvorki var björgunarstóll um borð né landi. Lásum við okkur í land eftir festarbandinu hver á eft- ir öðrum en brugðum þö bandi yfir það og okkur sjálfa til öryggis ef við myndum missa takið. Nú kom sér illa handarmeinið eftir tindabikkjuslaginn. Kom það þó ekki að sök í þessari glímu því í land komumst við allir þó hund- blautir og kaldir værum. Kristólína húsfreyjan á Brimils- völlum tók vel á móti okkur skip- brotsmönnum, hellti í okkur heitu kaffi og fann á okkur þurrar spjarir. Fljótlega kom síðan bif- reið frá Ólafsvík til að ná í okkur en þá höfðu þeir frétt af hrakning- um okkar. Lán í óláni Skömmu eftir að í land var komið gerði mikið stórviðri sem braut bátinn í mél og var ekki arða eftir af honum daginn eftir. Eg hef oft velt því fyrir mér að það var lán í óláni að leki kom að bátnum á þessum stað frekar en úti á miðjum Breiðafriði. . Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Lánið hafði áður leikið við mig á þessum bát því haustið áður tók mig útbyrðis ásamt Þorsteini Hanssyni sem var háseti eins og ég. Það gerðist fram á Víkinni í svarta myrkri og austan brælu. Við vorum að taka inn bauju til að ná inn legufærunum. Við stóðum báðir fram á bátnum þeg- ar alda reið skyndilega undir hann og við köstuðumst báðir út. Mér tókst að synda að bátnum en Þor- steinn hélt dauðahaldi í baujuna. Um borð í bátnum voru bræðurn- ir Runólfur og Ingólfur Kristjáns- synir. Tókst þeim að ná okkur báðum inn á ný og varð hvorug- um okkar meint af volkinu. Verslun - veitingar - bensín - olíuvörur Smur- dekkja- og vélaviögerðir Opið frá 900-2300 - Verið velkomin A. Óskum sjómönnum í Snæfellsbæ og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn! Brauögerð Ólafsvíkur ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.