Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 67
65
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
vita af þeim háska sem við voru í
staddir.
Við ákváðum að reyna að sigla
inn á sandfjöruna á Brimilsvöll-
um. Við gerðum olckur á hinn
bóginn fljótt grein fyrir því að það
myndi ekki takast. Var þá lagst
við akkeri og treyst á að okkur
bærist hjálp af sjó. Þar sem veðrið
fór stöðugt versnandi urðum við
brátt úrkula vonar um slíka hjálp.
Það breytti svo litlu því óðara
slitnaði akkerið og bátinn tók að
reka hratt að landi. Er nær landi
kom steytti báturinn fyrst austan
til á skeri sem heitir Gvend-
arnaggur en hentist síðan af því
upp í grjóturðina við Hjalla-
snoppu á Brimilsvöllum.
I fjörunni var þá fyrir bóndinn
á Brimilsvöllum, Olafur Bjarna-
son, ásamt tveimur bræðrum úr
Ólafsvík, þeim Úlfljóti og Herði
Jónssonum.
Þar sem engin línubyssa var um
borð né í landi var brugðið á það
ráð að henda lóðabelg, sem lína
var fest við og láta hann reka í
land. Tóku mennirnir í fjörunni á
móti línunni. Hnýttum við festar-
bönd í endann á línunni sem
mennirnir í landi drógu síðan til
sín og festu. Treysta varð á festar-
böndin til að lesa sig eftir í land
því hvorki var björgunarstóll um
borð né landi. Lásum við okkur í
land eftir festarbandinu hver á eft-
ir öðrum en brugðum þö bandi
yfir það og okkur sjálfa til öryggis
ef við myndum missa takið. Nú
kom sér illa handarmeinið eftir
tindabikkjuslaginn. Kom það þó
ekki að sök í þessari glímu því í
land komumst við allir þó hund-
blautir og kaldir værum.
Kristólína húsfreyjan á Brimils-
völlum tók vel á móti okkur skip-
brotsmönnum, hellti í okkur
heitu kaffi og fann á okkur þurrar
spjarir. Fljótlega kom síðan bif-
reið frá Ólafsvík til að ná í okkur
en þá höfðu þeir frétt af hrakning-
um okkar.
Lán í óláni
Skömmu eftir að í land var
komið gerði mikið stórviðri sem
braut bátinn í mél og var ekki
arða eftir af honum daginn eftir.
Eg hef oft velt því fyrir mér að
það var lán í óláni að leki kom að
bátnum á þessum stað frekar en
úti á miðjum Breiðafriði. . Þá
hefði ekki þurft að spyrja að
leikslokum.
Lánið hafði áður leikið við mig
á þessum bát því haustið áður tók
mig útbyrðis ásamt Þorsteini
Hanssyni sem var háseti eins og
ég. Það gerðist fram á Víkinni í
svarta myrkri og austan brælu.
Við vorum að taka inn bauju til
að ná inn legufærunum. Við
stóðum báðir fram á bátnum þeg-
ar alda reið skyndilega undir hann
og við köstuðumst báðir út. Mér
tókst að synda að bátnum en Þor-
steinn hélt dauðahaldi í baujuna.
Um borð í bátnum voru bræðurn-
ir Runólfur og Ingólfur Kristjáns-
synir. Tókst þeim að ná okkur
báðum inn á ný og varð hvorug-
um okkar meint af volkinu.
Verslun - veitingar - bensín - olíuvörur
Smur- dekkja- og vélaviögerðir
Opið frá 900-2300 - Verið velkomin
A. Óskum sjómönnum í Snæfellsbæ
og fjölskyldum þeirra
til hamingju
með daginn!
Brauögerð Ólafsvíkur ehf.