Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 74

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 74
72 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Guðlaugur Bergmann: MÍN FYRSTA SJÓFERÐ Messagutti á Ægi Þetta sumar sem ég ætla að segja hér frá ákvað ég að gerast sjómað- ur. Ég lét munstra mig sem messagutta á gamla Ægi. Skipið var í síldarrannsóknum. Kolckur- inn sagðist vona, að ég yrði ekki eins og síðasti messagutti. Þeir höfðu þurft að setja hann í land á Þórshöfn og hann sagði að þeir hefðu aldrei haft annan eins ræfil um borð, svo fársjóveikur hafði hann verið. Ég hló við gortandi og kvað litla hættu á því, þeir kæmu ekki til með að þurfa að setja mig í land, -og var allur á lofti. Að vísu taldi ég mig þurfa að vera kokhraustan til að fá vinnuna, -en dramb er falli næst. Gamli Ægir var með mikla yfirbyggingu og valt mikið. Tveir messar voru um borð; yf- irmannsmessi og hásetamessi, sem var frammí. Yfirbyggingin með kokkhúsinu var um mitt skip og þurfti því að fara tölu- verðan spöl til að sækja mat- inn. Það var mitt hlutverk, og ég átti einnig að leggja á borð fyrir hásetana. Við vorum komnir rétt út úr höfninni og vorum við Engey þegar mér varð flökurt. Fljót- lega heyri ég að strákarnir eru farnir að tauta: Ég get ekki bet- ur séð en nýi hásetamessinn sé orðinn veikur - hvað eigum við að gera?. Mikið þarf ég að vera veikur til að kasta upp. Ég gubba ekki fyrr en ég er orðinn frávita af veikind- um. En við vorum ekki komnir nema út á miðjan Faxaflóa þegar ég byrjaði að gubba. Næstu sjö dagar voru meðal þeirra hræðilegustu sem ég hef lif- að. Allt var reynt til að bjarga messaguttanum. Vélstjórinn kom upp úr vélinni og sló mig með blautum hanska. Þeir voru góðir við mig, þeir hjálpuðu mér og voru vondir við mig, en ekkert gekk. Ég missti næstum því með- vitund -yfir skólpfötunni þar sem ég var að reyna að skúra, ég ældi yíir hnífapörin hjá þeim, þeir hentu mér upp í koju. Mér hefði verið sama þó dallurinn hefði sokkið með manni og mús. Andfúll hvalur - Siglt með vesaling í land Þegar hér var komið sögu var ákveðið með þennan dreng til Vestmannaeyja og koma honum frá borði, losna við þennan aum- ingja. Þegar ég frétti þessa fyrir- ætlun bráði dálítið af mér. Þetta var að næturlagi og vorum að til- raunaveiða síld. Hún var sett í þrær þvert yfir þilfarið. Allt í einu lentum við í hvalavöðu og allir verða spenntir. Ég fer upp til að skoða hvalina og fá mér hreint loft til að vinna á móti flökur- leikanum. Þar halla ég mér út fyrir borðstokkinn og teyga að mér ferska loftið. Kemur þá ekki einn hvalurinn upp við borðstokkinn og blæs, blæs beint framan í mig. Fnykurinn var slíkur að ég kúgaðist, og ég gubbaði, gubbaði og gubbaði. Ég rétt gat staulast niður í koju. Um morguninn sögðu þeir naprir: Það er verið að stíma með þig í land, reyndu nú, drengur, að drulla þér frammúr og gefa okkur að éta, að minnsta kosti að sækja mat- inn. Ég ákvað að reyna þetta, stikla yfir síldina, sæki bakk- ann með matnum, staulast til baka og stikla á plönkunum yfir síldinni. Undiralda og ég steyptist á bólakaf niður í síld- ina. Maturinn fór náttúrlega forgörðum, en mér var bjargað upp úr síldinni, eiginlega var ég veiddur upp úr henni. Orðin sem sjómennirnir höfðu um þann aumingja sem hafði ver- ið samskipa þeim í viku eru ekki til að hafa effir. Ógleymanlegum vesaling var komið í land í Vest- mannaeyjum. Greinarhöfundur að flaka fisk Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar óskar sjómönnum til hamingju með daginnl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.