Skógræktarritið - 15.12.1991, Qupperneq 46

Skógræktarritið - 15.12.1991, Qupperneq 46
vefir hluti af stærri heild og iæstar í ákveðnu hlutverki eða mynstri. Með því að einangra frumur eða vefi frá heildinni er oft unnt að rjúfa þetta mynstur. Kostir vefjaræktarinnar felast þannig aðallega í smæð vefjanna sem unnt er að einangra og vinna með. Því smærri sem vefjarbúturinn er þeim mun óbundnari er hann af áhrifum móðurplöntunnar og þeim mun auðveldara er að beina vexti hans og þroska inn á nýjar brautir með stjórn- un á ræktunarumhverfi og samsetningu næringar. Þannig er oft unnt að fjölga plöntum með vefjaræktun, sem illmögulegt er að fjölga með græðlingum, Aðrir kostir vefjaræktunar eru að aðferðin getur verið mun afkastameiri en hefðbundnar aðferðir og að hún er tiltölulega óháð árstímum. 3. Sérstaða trjánna og ýmis Ijón á veginum Miðað við plöntur almennt er óhætt að segja að tré séu fremur erfið við- fangs í vefjaræktun og því tregari sem þau eru eldri. Þetta á sérstaklega við um barrtré, en er að öðru leyti breytilegt miili tegunda. Endurnýjunarhæfni frumna og vefja er almennt háð aldri og sérhæfingu. Meðan trén eru enn á fósturstigi og vefir þeirra tiitölulega ósérhæfðir er nánast allt hægt, en eftir því sem þau eldast læsast vefir þeirra æ fastar í ákveðna sérhæfingu sem erfitt er að rjúfa. Sprotar sem ræktaðir eru frá axlarbrumum margra barrtrjáa halda þannig áfram að vaxa eins og greinar þrátt fyrir mörg ár í vefjaræktun8. Þetta „öldrunarvandamál" hjá barrtrjám er auðvitað mjög bagalegt, þar sem ekki er hægt að velja úrvalseinstaklinga með nokkurri vissu fyrr en trén eru a.m.k. 7-10 ára gömul. Margar aðferðir hafa verið reyndar til að enduryngja trén áður en þau eru tekin til ræktunar8,27. í fyrsta lagi er reynt að velja 1 ífeðIisfræði 1 ega yngstu (ósérhæfðustu) vefina sem upphaf, þ.e. brum af rótar- og stofnskotum eða brum af neðstu greinum trésins. í öðru lagi eru aðferðir sem byggjast á meðhöndlun móðurtrésins; klippingu (pruning) eða ágræðslu á unga rót, sem hvort tveggja virðist duga. í þriðja lagi er um að ræða ýmiss konar efnameðferð vefjanna fyrir eða í sjálfri vefjaræktinni. Cytokinin-vaxtarþættir (hormón) virðast t.d. stuðla að enduryngingu. En þrátt fyrir mikla tilraunastarfsemi er vefjarækt- un enn sem komið er ekki notuð til að fjölga nema örfáum fullþroska teg- undum barrtrjáa (sjá 4.2). Lauftrén eru að þessu leytinu mun auðveldari viðfangs og mögulegt að fjölga fuliþroska einstaklingum af mörgum teg- undum þeirra (tafla 1). Sumir óttast langtímaáhrif þessarar ræktunaraðferðar á trén, en skógar- tré til viðarframleiðslu þurfa að standa áratugi og jafnvel aldir áður en þau eru felld. Nokkrar rannsóknaniðurstöður benda til að vefræktaðar plöntur eldist fyrr en plöntur ræktaðar af fræi (þ.e. að ekki verði fullkomin endur- ynging í ræktinni). Þannig þekkist að trén blómstri fyrr en eðlilegt getur talist8,32. Aðrar rannsóknir sýna fram á óheppilegan breytileika innan vef- ræktaðra klóna11,25. Margir telja þessi vandamál þó einungis „vaxtarverki" nýrrar tækni sem muni leysast með auknum skilningi á þroskaferli plantn- anna og þörfum þeirra. Annað mál tengt ævilengd trjánna er spurningin um hvort yfirleitt sé forsvaranlegt að nota klóna í skógrækt. Þessi spurning er auðvitað ekki ný af nálinni þar sem t.d. öspum hefur verið fjölgað með græðlingum um langan aldur. Fræðilega (og í reynd ef allt gengur vel) virðist hagkvæmast að nota einungis einn hraðvaxinn klón á hverjum stað23. Reynslan í aspar- rækt í Evrópu hefur hins vegar sýnt að áhættan er mikil23. Þegar erfða- 44 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.