Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 61

Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 61
Árið 1985 var farið að planta eins árs gömlum bakkaplöntum í 50 cm3 pottum með plöntustaf, eins og nú tíðkast. Reyndist ótrúlega auðvelt að planta með stafnum í melana, sem áður voru nefndir og valdið höfðu mér heilabrotum á sínum tíma. Voru nú allir melar í Mjóanesi og á Hafursá, sem við urðum að hlaupa yfir á bjúgskóflutímabilinu, fylltir með lerki. Önnur myndin, sem ég tók 25. júlí 1987, sýnir í forgrunni tveggja ára gamlar lerkiplönturnar frá 1985, en ofan við miðja mynd sést eins og veggur þvert yfir hana lerkið í plógstrengjunum frá 1973 og sýndir eru á fyrstu myndinni. Þriðju myndina tók ég svo 11. ágúst 1990 af sama stað og aðra myndina, en frá ofurlítið öðru sjónarhorni. Sýnir hún m.a., að litlu lerkiplönturnar frá 1985 hafa heldur betur sprett úr spori. Dökki veggurinn hægra megin á miðri mynd er lerkið í plógstrengjunum frá 1973. Hafursá 1980. Fyrri myndina tók ég 1. júlí 1980, þegar verið var að plægja svonefnda Götumýri á Hafursá í Vallahreppi. Mannsöfnuðurinn, sem horfir á aðfar- irnar, voru ýmsir fremstu skógræktarmenn af Norðurlöndum, sem voru á hátíðafundi Skógræktarfélags íslands á Þingvöllum 27. júní. Það var stjórn Norræna skógræktarsambandsins, Samstarfsnefnd um norrænar skóg- ræktarrannsóknir og Norræna trjásafnsnefndin. Ég held þeim hafi þótt mýrin erfið yfirferðar eftir plæginguna! Árið 1981 var birki plantað í plógstrengina og tókst sú gróðursetning ágætlega. Síðari myndina tók ég 29. ágúst 1991 nokkurn veginn frá sama sjónar- horni og hina fyrri. í forgrunni sjást hinar 10 ára gömlu birkiplöntur, sem hafa rifið sig áfram í plógstrengjunum, en á bak við sést veggur af lerki, sem plantað hafði verið nokkrum árum á undan birkinu \ þursaskeggsgróið holt ofan við Götumýrina, og við tókum ekkert eftir 1980. Þessi birkiplöntun á Götumýrinni er svo vel heppnuð, að mér sýnist hún geti verið gott fordæmi víða um land, hvernig klæða má framræstar mýrar með íslensku birki, sem gróðursett er í plógstrengi. SKÓGRÆKTARRITIÐ 199! 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.