Skógræktarritið - 15.12.1991, Page 83
Rit 7
ÞORBERGUR HJALTIJÓNSSON og KRISTJÁN ÞÓRARINSSON: Tilraun með
skjólbelti á sandi I: Áhrif plastþekju á líf og vöxt víðiplantna.
Rit 8
JÓHANNES ÁRNASON og JÓN GUNNAR OTTÓSSON: Skjólbeltatilraun
Skógræktarfélags fslands I: Úttekt á framkvæmd tilraunarinnar.
Rit 9
JÓHANNES ÁRNASON, JÓN GUNNAR OTTÓSSON og KRISTJÁN ÞÓRAR-
INSSON: Skjólbeltatilraun Skógræktarfélags íslands II: Vöxtur og líf nokk-
urra víðiafbrigða á mismunandi stöðum á landinu.
Rit 10
LÍNEIK ANNA SÆVARSDÓTTIR og ÚLFUR ÓSKARSSON: Ættbók alaska-
aspar á íslandi I: Safnið frá 1963.
Verndun skóga í Evrópu.
Fundur um verndun skóga í Evrópu var haldinn að frumkvæði Frakka og
Finna dagana 18. og 19. desember 1990 í Strasbourg.
Á fundinum undirrituðu ráðherrar skógarmála og fulltrúar samevrópskra
og alþjóðastofnana viljayfirlýsingar; alls undirrituðu fulltrúar 29 ríkja og 5
stofnana. Jón Loftsson skógræktarstjóri undirritaði í umboði landbúnaðar-
ráðherra fyrir íslands hönd. Dr. Árni Bragason forstöðumaður tók þátt í að
undirbúa fundinn af íslands hálfu.
Ráðherra staðfestir með undirskrift vilja til að:
Styrkja og stuðla að samvinnu Evrópuþjóða til verndunar og góðrar með-
ferðar skóga, með bættum skiptum á upplýsingum milli þeirra er vinna að
rannsóknum, stjórnun og ákvarðanatöku og með stuðningi við starf þeirra
alþjóðastofnana sem að þessum málum starfa.
Fylgja eftir því starfi sem hófst á fundinum í Strasbourg og stuðla þann-
ig að því að skógurinn geti gegnt vistfræðilegu, efnahagslegu og félagslegu
hlutverki um alla framtíð.
1. Taka þátt í skipulegu samstarfi varðandi rannsóknir á skógum þar sem
skemmdir vegna loftmengunar eru sérstaklega skoðaðar.
Allflest landanna taka þegar þátt í samstarfi þessu, en það hófst með
ráðstefnu í Genf 1979; Convention on Long-Range Transboundary Air
Pollution.
2. Vernda það erfðaefni sem til staðar er í hverju landi með öllum tiltæk-
um ráðum til gagns og góðs fyrir komandi kynslóðir.
3. Stuðla að skiptum á upplýsingum varðandi skógarelda og fyrirbyggjandi
aðgerðir gegn þeim.
4. Stuðla að samvinnu varðandi verndun og skynsamlega notkun fjalla-
skóga.
5. Taka þátt í samstarfi Evrópuþjóða varðandi rannsóknir og fræðslu í
anda þessa samstarfs sem hófst með EUROSILVA (samstarfi Frakka og
Þjóðverja). Þjóðirnar gefa upp tengiliði sína og kosta sjálfar eigin þátt-
töku. Samstarfið verður milli rannsóknastofnana.
6. Tengja betur saman og samhæfa þá krafta sem vinna að rannsóknum á
alþjóðavettvangi og í alþjóðasamstarfi varðandi skógarvistkerfi.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
73