Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 20
tveggja til þriggja metra háu, og
stakstæðum birkitrjám.
Vandi áhugamannsins, hins íslenska
skógræktarmanns, er meiri en ég
nefndi í upphafi, ekki aðeins ófrjór jarð-
vegur, svöl sumurog óútreiknanlegt
veðurfar; stærsti vandi hans er ef til vill
hið mannlega umhverfi, það veganesti
sem hann fær ískógræktarfélaginu
sínu.
Skógræktarfélag er stofnun sem
stendur oft á allbreiðum grunni. Það
setur sér tiltekin markmið miðað við
lífsþrótt félagsins og atorku stjórnar og
félagsmanna. Þetta eru samtök sem
eiga nokkurra áratuga sögu að baki og
vonandi mjög langa framtíð fyrir hönd-
um. Þessum samtökum liggurekkert
á; þau eiga ófyrirsjáanlega framtíð,
óþrjótandi viðfangsefni svo langt sem
séð verðurog hafa takmörkuð fjárráð
miðað við verkefnin sem bíða. Samtök
afþessu tagi miða aðferðafræði sína við
þær aðstæður sem henta þeim sjálfum
og eru að auki eftil vill dálítiðföst ífar-
inu, fylgja ýmsum ræktunarháttum
sem þðttu í góðu gildi á fyrslu áratug-
um félagsins en mættu kannski hafa
þróast nokkuð miðað við nýja þekkingu
og fengna reynslu.
Ungir áhugamenn ískógrækt ganga
(skógrœktarfélagið íbyggðarlagi sínu.
Það erhinn sjálfsagði vettvangur
áhugamannsins; þar hittir hann aðra
sama sinnis, þiggur af reynslu þeirra
og gengur fróðari til verks. Gallinn er
hins vegar sá að hann lærirfyrst og
fremst þá ræktunarhætti sem henla
skógræktarfélaginu, ekki áhugamann-
inum, sem iðar ískinninu að rækta
upp skjótvaxinn trjágróðurá landi
stnu. Áhugamaðurinn er einstaklingur
sem vill sjá gróður sinn vaxa upp sem
fyrst; hann nýtur ekki framhaldstilveru
skógræktarfélagsins þarsem hver kyn-
slóðin tekur við af annarri. Þess vegna
henta honum illa ýmsir ræktunarhætt-
irfélagsins; þeirskila honum ekki þeim
árangri sem hann myndi kjósa.
Hvaða lausn finnst á þessum
vanda?
Við hljótum að leita lags og finna
svör við þessu ekki síður en erfiðu nátt-
úrufari á landinu okkar.
Garðabær
Garðbæingar
Njótum útiveru í fallegu
umhverfi okkar. Göngum vel
um landið og vörumst
að skilja eftir verksummerki.
Gardyrkjustjóri
KOGRÆ^TARFELAG
REYKJAVIKUR
• ungt félag með áratuga reynslu
• vinnur að trjárækt og skógrækt í Reykjavík
og víðar
• starfar með sveitarfélögum, einstaklingum
og félagasamtökum
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Fossvogsblettur 1 • 108 Reykjavík
18
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998