Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 26

Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 26
eldsneyti. Vfða var það af skorn- um skammti því kindur voru fáar og einnig þurfti að nota húsdýra- skftinn til áburðar. Loks má minna á að í mörgum sveitum svo sem á Suðaustur- og Austur- landi var algengt að ekki væru til fjárhús. Morviður og fauskar Morviður var smáspýtur og sprek af reka. Ekki þurfti annað við morviði að gera en tína þá saman í fjörunni. Það mátti gera hvenær sem henta þótti og var einnig fyrirtaksverkefni ungviðis, sem ekki gat gengið til erfiðari verka. Tvenns konar annmarki var þó á morviðunum. Annað var að ekki rak jafnmikið öll ár og hitt að ein- ungis sjávarjarðir nutu þessara hlunninda. Fauskar voru visnir viðarbútar, sem voru oftast tíndir saman í skógi, sem var á fallanda fæti, svo sem í Landsveit fyrir miðja síðustu öld. Einnig tfndu menn og grófu upp fauska þar sem ár höfðu ruðst yfir skóglendi í flóð- um og annaðhvort grafið eða hálfgrafið tré og trjábúta í möl og sand. Stundum kom fyrir að vind- ur og vatn hjálpaði síðar við að sópa ofan af slíkum fauskum og auðveldaði þannig fólki að verða sér úti um eldivið. Sagnir eru m.a. um að Vestmannaeyingar tíndu saman svona fauska á Markarfljótsaurum. Hrísrif og járnvinnsla Skógar og kjarr voru hins vegar í öllum landshlutum, úti við strönd og fram til fremstu dala. Nýting skóganna var margvísleg og mikil. Skógurinn og trjárekinn voru íslendingum lífsnauðsynleg- ir. Þeir þurftu timbur til bygginga, til viðarkolagerðar, smfða og eld- unar. Nautgripum var oft gefið trjálim, sem fóður í harðindum fyrr á öldum. Tvö þessara atriða er rétt að athuga hér nánar. Fyrst er að nefna viðarkolagerðina. Járngerð stunduðu fslendingar, með því að vinna járn úr mýr- arrauða. Járnvinnslu stunduðu þeir allt fram á miðja fimmtándu öld, eða nær fimm aldir, en henni var lokið þegar betra og ódýrara járn fórað flytjast til landsins. Viðarkolin voru gerð með þeim hætti að þirkilurkum og gildum greinum var brennt í súrefnis- snauðum eldi og birkiviðurinn þannig kolaður. Viðarkolin brunnu jafnar og með hærra hita- stigi en viðurinn. Þau voru eina innlenda eldsneytið, sem hægt var að nota við járngerð og járn- smíði. Eftir miðja fimmtándu öld voru viðarkol áfram notuð við járnsmíðar og allt fram á miðja nítjándu öld. Eftir það dró veru- lega úr viðarkolagerð í landinu þótt hún hafi verið stunduð í litl- um mæli fram undir miðja þessa öld. Hrísrif til eldsneytis Loks er að nefna þær skógarnytj- ar, sem algengastar voru og minnst er um fengist, en það er notkun skógarviðar sem elds- neytis. Fágætt var, nema ef til vill á fyrstu öldum Islandsbyggðar, að menn hituðu hús sín. Aðal- notkun eldsneytis var því til eld- unar, suðu. Eldstæðin voru léleg, alltaf meira eða minna opin, þannig að nýting eldsneytisins var oftast slæm. Lítið var um ofna í húsum fyrr en kom fram á nítjándu öld. Þá voru líka ýmiss konar þjóðlífsbreytingar í aðsigi, svo sem myndun þorpa og bæja og annars konar gerð húsa en fyrr hafði verið. Torfbæirnir héldu furðanlega vel hita á fólki, þótt misjafnir væru að vísu. Víða voru skepnuhús í bæjum, annaðhvort undir baðstofum eða við hlið þeirra. Gluggarog hurðirvoru lít- il þannig að hitatap var þá ekki mikið. Verst var ef til vill, ef vatnsagi var í gólfum. Stundum láku þekjurnar. Undir loksíðustu aldar fara menn með þættum efnahag að byggja timburhús í bæjum og einnig í minna mæli til sveita. Timburhúsin voru bjartari og þau var auðveldara að þrífa. Hreinlæti jókst því talsvert. Versti ókostur þeirra var að þau voru lftt eða illa einangruð fyrir kulda. Nú þurfti því í ríkari mæli húshitun, sem ekki var eins fengist um í torfkofunum. Illa einangruð hús- in, sem algeng voru f þá tíð er menn breyttu um húsakynni hér á landi, runnu út í slaga við hús- hitun á köldum vetrum. Afleiðing þessa alls var lakara heilsufar, m.a. vaxandi berklaveiki. Smám saman fóru þó húsakynni batn- andi. Ofnar sem menn notuðu voru óhentugir til þess að brenna í þeim mó. Betur gafst að brenna rifhrísi, auk þess sem hrísið var betra eldsneyti. Þetta varð til þess að leitað var í skógana með vaxandi þunga. Súluritin sýna hve mikið var rifið af hrísi í tveimursýslum Isafjarðar- sýslu og Mýrasýslu og á öllu land- inuáárunum 1888 til 1950. Tvenns konar mynstur kemur fram, sem er einkennandi fyrir flestar sýslur landsins, þarsem á annað borð er rifið hns. í ísafjarðarsýslu er talsvert hrís rifið í upphafi tímabilsins. Hrísrifið fer svo smám saman minnkandi allt fram undir heims- styrjöldina 1914-1918. Á styrjaldar- árunum, þegar erfiðara verður um eldsneytisflutninga til landsins en áður og á fyrstu árum eftir stríðið fer hrísrif aftur vaxandi í nokkurn tíma. Ár seinni heimsstyrjaldar voru aðdrættir meiri og því var síður þörf á því að nota hrís til eldsneytis en fyrr. Auk þess þjó þjóðin á þeim árum við efnalega velmegun. í Mýrasýslu hafði hins vegar dregið úr hrísnotkuninni árið 1888 en jókst þar einnig þegar kom að fyrra stríði. Áfram var talsvert hrísrif í sýslunni á erfiðleikaárunum eftirstríðið og. kreppuárunum sem fylgdu íkjöl- farið. Hrísrifið fer svo smáminnk- andi á árum seinna stríðs og af sömu ástæðum og í ísafjarðarsýslu. Þegar kemur fram um 1950 er svo til öllu hrísrifi lokið. Sömu sögu er reyndar að segja um síðasta súlu- ritið, sem er gert af hrísrifi á landinu öllu. 24 SKÓGRÆKTARRITiÐ 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.