Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 74
EDDA SIGURDÍS ODDSDÓTTIR
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON
ÁSA L. ARADÓTTIR
JÓN GUÐMUNDSSON
Varnir gegn
frostlyftingu plantna
Inngangur
Á undanförnum áratug hefur ár-
leg gróðursetning skógarplantna
sexfaldast á íslandi (Jón Geir Pét-
ursson, 1997) og enn frekari
aukningar er að vænta á næstu
árum. Samfara því hafa orðið
töluverðar breytingar á landvali
til skógræktar. Skógarplöntur eru
f auknum mæli notaðartil upp-
græðslu örfoka lands og gróður-
setningar berrótaplantna hafa að
mestu lagst af. í staðinn hafa
gróðursetningar ungra bakka-
plantna (fjölpottaplantna) á
skjóllausu landsvæði aukist til
muna.
Talsvert hefur borið á afföllum
fyrstu árin eftir gróðursetningu.
Orsakir affalla eru margslungnar
og stafa af samspili margra þátta.
Má þar til dæmis nefna næringar-
skort og meindýr sem leggjast á
ungplöntur. Niðurstöður rann-
sókna á Mógilsá hafa sýnt að
hægt er að auka lífslíkur og þrótt
ungra trjáplantna með áburðar-
gjöf (Hreinn Óskarsson og fleiri,
1997), með því að verja plöntur
gegn ágangi meindýra með skor-
dýraeitri (Guðmundur Halldórs-
son, 1994) eða með smitun
plantna með svepprót (Guð-
mundur Halldórsson og fleiri,
óbirt handrit).
Vfða er ein höfuðorsök affalla
ungplantna frostlyfting plantna
upp úr jarðvegi. Þessi lyfting or-
sakast af holklaka (1. mynd). Fyrir
tilstuðlan holklaka lyftist möl og
hnullungar smátt og smátt úr
jarðvegi og upp á yfirborðið. Á
sama hátt lyftast plöntur sem
gróðursettar hafa verið í ógróið
eða unnið land. Þar sem skipti
milli frosts og þfðu eru tfð ýtist
plantan smám saman upp
þannig að rótarkerfið liggur á yfir-
borði jarðar, óvarið fyrir veðri og
vindum. Því er hætt við að ræt-
urnar þorni auk þess sem þær
slitna og skemmast þegar plant-
an lyftist upp úr jarðveginum.
Afleiðingin er sú að plantan deyr
fyrr eða síðar og afföll sem rekja
má til frostlyftingar eru oft um-
talsverð á fyrstu árum eftir gróð-
ursetningu (Ása L. Aradóttir og
lárngerður Grétarsdóttir, 1995).
Þó reynslan hafi sýnt að plöntur
geti lifað þrátt fyrir að hafa lyfst
eitthvað úr jarðvegi sýna erlendar
rannsóknir að frostlyfting dregur
talsvert úrvexti (Goulet, F. 1995).
Ýmsir þættir hafa mest áhrif á
frostlyftingu plantna. Myndun
holklaka ræðst meðal annars af
jarðvegsgerð og er hún lítil í möl
en einna mest í siltjarðvegi (Ólaf-
ur Arnalds, 1994). Innan hverrar
jarðvegsgerðar hafa ýmsir þættir
áhrif, svo sem jarðvegsraki, yfir-
borðsþekja og staðsetning plönt-
unnar. Þannig hafa rannsóknir
bent til þess að frostlyfting sé
meiri eftir því sem jarðvegsraki er
meiri (Goulet.F, 1995). Einangrun
jarðvegs, til dæmis snjó-, gróður-
og/eða gróðurleifaþekja dregur úr
frostlyftingu (Goulet, F.,1995; Ása
L. Aradóttir og Sigurður H. Magn-
ússon, 1992; Ása L. Aradóttir og
lárngerður Grétarsdóttir, 1995).
Staðsetning plöntu er einnig mik-
ilvæg. Frostlyfting er almennt
meiri á opnu landi en skjólmiklu
og rannsóknir hafa sýnt að frost-
lyfting er meiri hjá plöntum sem
snúa mót norðri en þeim sem
snúa mót suðri (Goulet, F., 1995).