Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 87
Ákveðið var að gróðursetja
plönturnar í kartöflugarð, sem var
á melnum undir Mýrafelli. Plönt-
urnar voru 30-50 cm háar, og
1948-1949 voru 1.200 plöntur
gróðursettar með 120 cm bili.
Holur voru grafnar með stungu-
skóflu og síðan gróðursettar með
„Hjaltlínuaðferð."*
Plönturnar döfnuðu vel. Tólf
árum eftir gróðursetningu mun
Þorvaldur, bróðir Hjörleifs, hafa
borið tilbúinn áburð á plönturn-
ar, og tóku þær þá vaxtarkipp.
Hér eru birtar 5 myndir af þess-
um sitkagrenilundi.
Þrjárþeirra, merktar la, lb, lc,
eru teknar frá sama sjónarhorni
að austan og horft úteftir,-
Mynd la tók Þorvaldur Zófaní-
asson veturinn 1967.
Mynd lb tók ég síðsumars
1974, er ég kom í fyrsta sinn í
Dýrafjörð. Þá var aðalfundur Skf.
Islands haldinn á Núpi. Á þessari
mynd standa þrjár kempur úr
fyrstu kynslóð skógræktarfélags-
manna við austurjaðarinn, taldir
frá vinstri: Guðmundur Þórarins-
son, Hafnarfirði, Sveinbjörn ]óns-
son, Reykjavík, og Kjartan Sveins-
son, Reykjavík. Ég man, hve hrif-
inn Sveinbjörn lónsson var af
þessum reit á, að því er virðist,
hrjóstrugum mel, og sagði eitt-
hvað á þessa leið: „Mikill er frjó-
máttur jarðarinnar!"
Mynd lc tók ég seinast í ágúst
1997, er ég var aftur á aðalfundi
Skf. íslands á Núpi. Nú stóðu á
sama stað við austurjaðar lund-
arins þrír vaskir menn úr hinni
ungu sveit skógræktarmanna,
talið frá vinstri: Birgir Hauksson,
Hreðavatni, Jón Geir Pétursson,
* Hjörleifur kenndi aðferðina við Hjaltlínu
Guðjónsdóttur, konu séra Sigtryggs Guð-
laugssonará Núpi, sem hún hafði notað
þarvið gróðursetningu í Skrúð: Grafin var
stór hola; f hana miðja búinn til Iftill hóll,
sem rætur plöntunnar voru lagðar ofan á.
Þetta var þekkt aðferð á Norðurlöndum,
þegar menn vildu vanda sérstaklega til
verks.
Reykjavík, og Brynjar Skúlason,
Selfossi.
Mynd 2a tók ég í júlí 1982, er
ég var í kynnisferð um Vestfirði
með Hauki Ragnarssyni, þáver-
andi skógarverði. Á myndinni má
greina hann í suðurjaðri lundar-
ins.
Mynd 2b tók ég svo aftur undir
þessu sama sjónarhorni í ágúst-
lok 1997, og standa Brynjar, Birg-
ir og |ón Geir við suðurjaðarinn.
Á báðum þessum myndum
sést Núpsstaður í baksýn, en
Skrúður er nokkuð til hægri í
sömu hæð í hlíðinni og húsin.
Eldri grenilundurinn á Læk með
Portlock-sitkagreninu er lengst til
hægri á myndum 2a og 2b.
Eins og vænta má, hefir veðr-
átta farið nokkuð ómjúkum
höndum um sitkagrenilundina á
Læk. Einkanlega hafa snjóþyngsli
leikið yngri lundinn allhart. í
sjálfu sér er það, ef svo má segja,
„eftir bókinni." Það gerist víðast,
þar sem skógarlundir standa ein-
ir á bersvæði og snjór hleðst í þá
af langri rennibraut. Á mynd 2b
má sjá hríshaug við jaðarinn, en
það eru tré, sem bækluðust af
snjóþyngslum og voru felld.
Myndir: 2a og 2b.
1997
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
85