Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 103

Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 103
íbúðarhús Sigurðarog Guðrúnar Karlsdótturá Húsavík. armálum sem fyrst til bóta, og kváðumst fúsirtil að leggja þar strax hönd að verki. Þessir fjórir áhugamenn voru Þórir Friðgeirsson, Jón Haukur lónsson, Einar J. Reynis og Sig- urður Gunnarsson. Snemma árs 1943 komum við okkur svo saman um að hittast í góðu tómi og velta þessum mál- um vel fyrir okkur, meðal annars með það í huga að stofna skóg- ræktarfélag á Húsavík. Það væri sannarlega ástæða til þess, eins og ástandið væri í þorpinu, og uppblástur mikill f bæjarlandinu. Við vissum, að nú var búið að stofna skógræktarfélög í flestum hreppum sýslunnar og vissum, að ætlunin var að sameina þau sem fyrst undir heitinu Skógræktarfélag S.-Þingeyinga, eins og dæmi voru þá þegartil um í öðrum sýslum. Til þess að lengja ekki mál mitt um of, segi ég bara strax, að eftir áhugasamar umræður ákváðum við hiklaust að beita okkur fyrir stofnun Skógræktarfélags Húsa- víkur við fyrsta hentugt tækifæri. Þörfin væri orðin svo brýn, og hreppar í sýslunni þegar búnir að stofna slík félög. Vitanlega rædd- um við svo um helstu málin, sem þetta nýja félag þyrfti strax að beita sér að, og vorum viðbúnir að ræða þau og kynna. Við boðuðum síðan til stofn- fundar laugardaginn 10. apríl kl. 21:00 í K.Þ. Garðari. Haukur |óns- son setti fundinn og stjórnaði honum, en Sigurður Gunnarsson skráði fundargerð og jafnan síðan. Eftir nokkrar umræður, upplýs- ingar og lestur lagagreina fyrir fé- lagið, var það stofnað með öllum greiddum atkvæðum. Þessirvoru kosnir í aðalstjórn: Jón Haukur lónsson Einar J. Reynis Þórir Friðgeirsson Sigurður Gunnarsson og Einar Guðjohnsen. Stjórnarmennirnir fjórir, Jón Haukur, Einar Reynis, Þórirog Sigurður voru síðan sífellt endur- kosnir í aðalstjórn og sátu þar nærallirtil 1960, þartil Sigurður varð'að flytja burt vegna veikinda í fjölskyldu sinni, enda voru þeir alltaf burðarásar félagsins. Einar Guðjohnsen var áhugasamur nemandi, sem sat í stjórn þetta ár en flutti síðan burt til náms og var aldrei virkur félagsmaður. Að sjálfsögðu var töluvert rætt um framtíðarmál á fundinum, en engar ákvarðanir teknar að sinni. Var það m.a. vegna lélegrar fund- arsóknar. Annar fundur var ákveðinn við fyrsta tækifæri. Tveir fundir voru síðan haldnir fljótt á eftir, eins og ákveðið var, 18. og 23. apríl, til að ákveða fyrstu verkefni félagsins. Nú skyldi ekki verða beðið lengur að hefja framkvæmdirgóðra og nauðsynlegra mála. í fyrstu var ákveðið að beita sér rösklega að þremur verkefnum: a) að hvetja sauðfjáreigendurtil að fækka fé sínu mikið, eða koma því fyrir á afgirtu svæði, b) að fbúðaeigendur friðuðu húsa- lóðir sínar og plöntuðu í þær blómum, trjám og runnum, og c) að ráðast í það stóra verkefni að friða landið umhverfis Botnsvatn til gróðursetningar og uppgræðslu. Lá þá næst fyrir stjórninni að skrifa hreppsnefnd Húsavíkurog biðja um leyfi til að fá að friða landið kringum Botnsvatn. Óskuðum við vinsamlegast eftir svari sem fyrst. Á fundi, sem haldínn var 9. jan- úar 1944, barst loks bréf frá hreppsnefnd Húsavíkur, þar sem hún leyfði skógræktarfélaginu að girða landið umhverfis Botns- vatn. Var því fagnað mjög og vel þakkað og strax ákveðið að vinna að framkvæmd þess sem fyrst. Okkur var að sjálfsögðu ljóst, að hér var um stórt og kostnaðarsamt verkefni að ræða og þurfti mikinn undirbúning. En okkur datt ekki í hug að hætta við það, heldur vinna ákveðið að því og þá einkum hvað fjársöfnun og efniskaup snerti. Stjórnin hafði ákveðið og fengið samþykki fundar fyrir því að hefja verkið þá um sumarið 1944, en af ýmsum ástæðum reyndist það við nánari athugun útilokað. Þetta sumar brutum við málið enn beturtil mergjar hvað fram- kvæmdina snerti og urðum að bíta í það súra epli að við gætum alls ekki ráðið við girðinguna kringum Botnsvatn, 7 kílómetra langa, vegna kostnaðar og erfið- leika við að fá gott efni, staura og gaddavfr. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.