Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 123
hesliviði, birki og hegg. Ólafur Davíðs-
son safnaði tveimur sýnum á birki í
Hálsskógi 11. sept. 1900, sem voru
nafngreind sem Polyporus croceus (nú:
Hapalopilus croceus). Við nánari athugun
1991 reyndust þau vera af þessari teg-
und, en hún hefur ekki fundist aftur hér
á landi, svo vitað sé,
Inonotus obliquus - Birkiáta
(birkikrabbi) er skyld tegund, sem vex að-
allega á lifandi tr|ám af birki og elri, og
myndar óreglulega hrúgulaga, hnúðótt,
grásvört eða sótbrún æxli neðarlega á
stofnum trjánna, sem ekki ervitað
hvaða tilgangi þjóna, en sjálf aldinin
eru lítil, hnúðlaga, og myndast undir
berkinum. Svipaða útvexti má víða sjá á
gömlum birkitrjám hér á landi, en ekki
er vitað með vissu hvort þessi tegund á
í hlut, því að þroskuð aldin hennar hafa
ekki fundist). IMyndir: B&K II, 306/
R&H, 1911
Phellinus lundellii - Svarthófur
(misnefni: Polyporus (Phellinus) ign-
arius og Phellinus ignarius f. nigri-
cans).
Aldinið margært, bólstur- eða
hóflaga, að ofan með grásvartri,
oft dálítið sprunginni og baug-
óttri skorpu, og brúnu, ávölu
barði. Borulagið kanil- eða ryð-
brúnt, með hárfínum, kringlótt-
um borum, ógreinilega lagskipt.
Holdið kork-trékennt, brúnt að
lit. Broddhár í kólfbeðinum.
(24. og 25. mynd)
Vex á lauftrjám, einkum birki og grá-
elri, aðallega á dauðum stofnum, fausk-
um og stubbum. Hér aðeins fundinn á
birki, og í fáeinum tilvikum á stofnum
gamalla eða skaddaðra en lifandi trjáa,
og veldur trúlega fúa f þeim. Svarthófur
hefur fundist í Vaglaskógi og í nokkrum
birkiskógum á Héraði, einna tíðastur á
Hallormsstað.
Eitt sýni úr Vaglaskógi frá 1962, hefur
Finn Roll-Hansen nafngreint sem Phell-
inus cf. laevigatus. Sú tegund er náskyld,
og vex aðeins á birki, en myndar aldrei
hóflaga aldin, heldur aðeins óreglulega
bólstra eða beðjur. Er líklegt að hún sé
einnig til hérlendis.
# Phellinus ignarius - Eldhófur líkist
svarthófi mikið, en ervanalega miklu
stærri, getur orðið um 25 cm á breidd
og 15 á hæð. Hann ertalinn nokkuð
skaðlegur fúasveppur erlendis. Tilefni
nafnsins er það, að hann brennur afar
hægt, og var notaður til að viðhalda
eldi á nóttum. Ekki fundinn hérá landi,
en fyrstu sýnin af P.lundellii, sem fundust
hér á landi voru misgreind sem þessi
tegund. |Mynd: B&K II, 316; R&H, 190]
Perenniporiales
Perenniporiaceae
?Perenniporia medulla-panis (sam-
nefni: Polyporus meduUa-panis og Poria
medulla-panis) myndar gulhvítar bungu-
laga eða hnúskóttar flesjur nokkurra
mm þykkar á dauðum viði af ýmsum
trjátegundum, og veldur hvítum fúa í
viðnum. Fræðinafnið vísar til líkingar
við brauðskorpu. |Mynd: B&K II, 369]
Er getið í gömlum heimildum úr
kjallara á Möðruvöllum í Hörgárdal, en
24.-25. mynd. Svarthófur (Phellinus
lundellii) á birkifausk í Vaglaskógi 1992.
A seinni myndinni sést borulagið nær.
Ljósm. H.Kr.
sýnið hefur ekki varðveist, og því er
óvíst hvort þessi greining er rétt.
# Heterobasidion annosum - Rótbarði
(samnefni: Fomes annosus) myndar
margær, bólstur- eða barðlaga aldin,
trékennd, með vörtóttu, oft dálítið
hærðu og beltóttu yfirborði, grábrún til
svört að ofan, en borulagið gulleitt, fín-
borótt, oft lagskipt. |Mynd: R&H, 177|
Vex á stubbum og rótum lifandi barr-
trjáa, einkum grenitegunda, og getur
jafnvel lagst á ung tré, sem særast af
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
121