Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 19
17SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
jafnvel við það að dreifa sér út fyrir skógarmörk-
in. Trén voru yfirleitt beinvaxin, oftast einstofna og
með gljáandi rauðbrúnan börk, sérstaklega ung tré.
Það eru þó einkum laufblöð plantna sem notuð eru
til grasafræðilegrar greiningar og þá sér í lagi blað-
lögun en hún er talin samsvara fingraförum plantna.
Samkvæmt viðurkenndum flórum7,11,15 eru laufblöð
birkis eða ilmbjarkar (Betula pubescens) stilkuð,
egglaga (breiðegglaga eða tígullaga), gróftennt (oft-
ast tvísagtennt), odddregin, fjaðurstrengjótt (neðra
borðið ljósara en hið efra og með lítið eða ekkert
upphleyptu strengjaneti) og nokkuð hærð. Laufblöð
fjalldrapa (Betula nana) eru hins vegar nær kringl-
ótt, gróftennt með snubbóttum eða bogstífðum
tönnum, hárlaus, stuttstilkuð (mjög stilkstutt eða
nærri stilklaus), fjaðurstrengjótt (dökkgræn á efra
borði, ljósgræn á hinu neðra, með smágerðu, upp-
hleyptu strengjaneti). Auk blaðlögunar má þekkja
fjalldrapa af vaxtarlagi en hann er jarðlægur smá-
runni með mörgum stuttum greinum og dökkum,
gráleitum eða brúnleitum berki. Fjalldrapi sást ekki
í Bæjarstaðarskógi og ekki heldur birkiplöntur með
blendingsútlit. Slíkt birki er hins vegar algengt í
Skaftafelli. Við mátum Bæjarstaðarbirkið sem útlits-
lega mjög einsleitt og það tilheyrði augljóslega ilm-
bjarkartegundinni B. pubescens.
Sýni voru tekin af 15 trjám með um 50 m millibili.
Eftirfarandi sýni voru tekin af hverju tré: 5-10 ný út-
sprungin brum í festilausn fyrir litningaeinangrun,
5-10 nýmynduð laufblöð þurrkuð með kísilgeli fyrir
einangrun á erfðaefni og a.m.k. 30 fullþroskuð lauf-
blöð varðveitt með plöstun fyrir mat og mælingar
á lögun. Sýnin voru svo meðhöndluð á rannsókn-
arstofunni með aðferðum sem þróaðar voru fyrir
birkisýni. Nefna má protoplast-aðferð til einangr-
unar litninga úr laufblaðafrumum, smásjárgrein-
ingar sem nýta flúrljómunartækni5, aðferðir fyrir
einangrun erfðaefnis og greiningu erfðabreytileika
grænukornaerfðamengja12,16, grasa fræðilega grein-
ingu2,13,14 og aðferðir stofnerfðafræði og tölfræði
fyrir mat á erfðablöndun13,16. Þessum aðferðum var
beitt á sýni af birkiplöntum sem safnað var um allt
land2,6,12,13,14,16.
Alls var 461 birkiplanta úr 14 skóglendum greind
með tilliti til fjölda litninga og skiptust plönturnar
í þrjá hópa; 176 tvílitna (38,2%) með 28 litninga í
hverri frumu, 44 þrílitna (9,5%) með 42 litninga og
241 ferlitna (52,3%) með 56 litninga13. Á mynd 2
sjást dæmigerðar frumur úr litnunarhópunum þrem-
ur. Grasafræðileg greining13 staðfesti að flestar tví-
litna plönturnar voru fjalldrapi (B. nana) og flestar
ferlitna plönturnar flokkuðust til tegundarinnar B.
pubescens (birki, ilmbjörk). Þrílitna birki (skógvið-
arbróðir9) hafði hins vegar annaðhvort blendings-
útlit eða líktist fjalldrapanum. Allar þær 15 birki-
plöntur sem valdar voru á tilviljanakenndan hátt úr
Bæjarstaðarskógi reyndust ferlitna eða með 56 litn-
inga. Ennfremur flokkuðust þær til tegundarinnar B.
pubescens samkvæmt útlitsgreiningu. Hvorki fund-
ust tvílitna né þrílitna plöntur í Bæjarstaðarskógi.
Hins vegar greindust allir litnunarhóparnir þrír í
Skaftafelli en skipting tví-, þrí-, og ferlitna einstak-
linga þar var 13:5:1713. Þessu svipaði til birkigróð-
urs sem fannst á köldum stöðum, t.d. við Jökulsá í
Lóni á Suðausturlandi og í Kaldalóni á norðanverð-
um Vestfjörðum. Bæjarstaðarskógur virðist því ekki
vera náttúruskóglendi að uppruna.
Bæjarstaðarskógur - enginn fjalldrapi og lítil
erfðablöndun
Eins og lýst hefur verið hér að framan fundust
hvorki merki um tilvist skógviðarbróður né fjall-
2. mynd. Litningatölur fjalldrapa (2n=2x=28), skógviðarbróður (2n=3x=42) og birkis (2n=4x=56).